Stóra-Saltvatn

Stóra-Saltvatn (enska: The Great Salt Lake) er stórt stöðuvatn í norður-Utah. Vatnið er stærsta saltvatn á vesturhveli og er um 4400 ferkílómetrar að stærð. Það er leifar af forsögulega vatninu Bonneville-vatn sem dvínaði fyrir um 17.000 árum. Vatnið er það stærsta að flatarmáli í Bandaríkjunum fyrir utan Vötnin miklu. Það er þó breytilegt að stærð því það er grunnt og hefur frá 1963 sveiflast frá um 2500 ferkílómetrum yfir í 8500 ferkílómetra. Rétt suður af vatninu er Salt Lake City, stærsta borg Utah..

Kort af vatninu.
Nákvæmara kort.
Loftkort.
Við strönd vatnsins.
Fuglalíf og eyjan Antelope Island.

Vatnið er mun saltara en sjór og bera fljót steinefni og salt í það. Þó það hafi verið kallað Dauðahaf Bandaríkjanna er þar fuglalíf, skeldýr og flugur. Fiskar eru af mjög skornum skammti.

HeimildBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Fyrirmynd greinarinnar var „Great Salt Lake“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. feb. 2017.