Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema er stærðfræðikeppni sem hefur verið haldin árlega síðan 1984. Að henni standa Íslenska stærðfræðifélagið og Félag raungreinakennara. Markmið hennar eru meðal annars að auka áhuga framhaldsskólanema á stærðfræði og öðrum greinum sem byggja á stærðfræðilegum grunni.

Merki Stærðfræðikeppninnar.

Keppnin er haldin í tvennu lagi á hverjum vetri. Annars vegar er um að ræða forkeppni sem fer fram í október og er á tveimur stigum; neðra og efra stigi. Neðra stigið er ætlað nemendum á fyrsta ári framhaldsskóla, og það efra ætlað eldri nemendum. Þeir sem standa sig vel í forkeppninni er svo boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem fer fram í mars.

Fyrir utan viðurkenningar og verðlaun fyrir efstu sætin í keppnunum, þá er árangur keppenda hafður til hliðsjónar þegar valdir eru keppendur í Eystrasaltskeppnina í stærðfræði, Norrænu stærðfræðikeppnina og á Ólympíuleikana í stærðfræði. [1]

Tilvísanir

breyta
  1. „Um keppnina“. stae.is. Ísland: Stærðfræðifélag Íslands. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. september 2017. Sótt 16. september 2017.
   Þessi stærðfræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.