Ólympíuleikarnir í stærðfræði

Ólympíuleikarnir í stærðfræði (e: International Mathematical Olympiad) er árleg sex-dæma stærðfræðikeppni fyrir framhaldsskólanema, og eru elstu vísindaólympíuleikarnir.[1] Þeir voru fyrst haldnir í Rúmeníu árið 1959. Þeir hafa síðan verið haldnir árlega, fyrir utan árið 1980, þegar þeir voru ekki haldnir vegna skorts á fjármagni.[2] Um 100 lönd um allan heim senda lið 6 framhaldsskólanema, ásamt liðsstjóra og aðstoðarliðstjóra.[3]

Merki Stærðfræðiólympíuleikanna

Efni dæmanna er allt frá mjög erfiðri algebru og forstærðfræðigreiningu, til stærðfræði sem er vanalega ekki kennd á framhaldsskólastigi, og oft ekki á háskólastigi heldur, til dæmis fallajöfnur og talnafræði sem sem krefst víðtækrar þekkingar á reglum. Stærðfræðigreining, þó leyfð í lausnum dæmanna, er aldrei nauðsyn; það er meginregla keppninnar að hver sem er sem er með grunnskilning á stærðfræði ætti að skilja dæmin jafnvel þótt lausnirnar krefjast miklu meiri þekkingar. Stuðningsmenn þessa meginreglu halda því fram að þetta skapi hvatningu til að finna glæsilegan, blekkjandi einföld dæmi sem þó krefjast ákveðinnar hugvitssemi.

Valferlið er mismunandi eftir löndum, en það inniheldur oft nokkur próf, hvert erfiðara en það fyrra. Verðlaun eru gefin efstu 50% keppenda. Lið eru ekki opinberlega viðurkennd; öll stig eru aðeins gefin einstökum keppendum, en stig liða eru óopinberlega borin saman oftar en stig einstakra keppenda.[4] Keppendur verða að vera undir 20 ára aldri, og ekki mega þeir hafa byrjað háskólanámi. Með þessi skilyrði í huga má hver einstaklingur taka þátt eins oft og honum gefst tækifæri til.[5]

Hér á landi sér Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema um að skipa 6 manna lið Íslands sem fer á Ólympíuleikanna. Keppnin er haldin í tvennu lagi á hverjum vetri. Annars vegar er um að ræða forkeppni sem fer fram í október og er á tveimur stigum; neðra og efra stigi. Neðra stigið er ætlað nemendum á fyrsta ári framhaldsskóla, og það efra ætlað eldri nemendum. Þeir sem standa sig vel í forkeppninni er svo boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem fer fram í mars.[6]

Tilvísanir

breyta
  1. „International Mathematics Olympiad (IMO)“. 1. febrúar 2008.
  2. „Geymd eintak“. imomath.com (enska). IMOmath. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. október 2017. Sótt 7 Oktober 2017.
  3. „More IMO Facts“ (enska). Wolfram Research, Inc. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. ágúst 2001. Sótt 5. mars 2008.
  4. Tony Gardiner (21. júlí 1992). „33rd International Mathematical Olympiad“ (enska). Birminghamháskóli. Sótt 5. mars 2008.
  5. „The International Mathematical Olympiad“ (PDF). AMC. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 16. febrúar 2008. Sótt 5. mars 2008.
  6. „Um keppnina“. stae.is. Ísland: Stærðfræðifélag Íslands. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. september 2017. Sótt 16. september 2017.