Sprengingarnar í Stokkhólmi 2010

Sprengingarnar í Stokkhólmi 2010 eru atburðir, sem urðu í miðborg Stokkhólms 11. desember 2010. Talið er að um tilraun til sjálfsmorðsárásar hafi verið að ræða, þó tilræðismaðurinn, sá sem sprengdi sig í loft upp, hafi verið sá eini sem lést. Hann ætlaði sér þó líklega að hafa fleiri með sér í dauðann. Einnig sprakk bílasprengja nokkru áður, en hún skaðaði engan.

Lögreglan lokaði Drottningargötu eftir sprengingarnar

Samkvæmt lögreglu í Stokkhólmi sprakk bifreið í Drottningargötu klukkan 16:50 að staðartíma. Skömmu síðar sprakk önnur sprengja í sömu götu.[1] Breska dagblaðið The Guardian sagði að maðurinn, sem sprengdi sjálfan sig í loft upp, Taimour Abdulwahab al-Abdaly, hafi verið sænskur ríkisborgari, fæddur í Írak.[2] NRK sagði svo frá því í fréttum sínum að þetta væri fyrsta íslamska hryðjuverkaárásin á Norðurlöndunum.[3]

Sprengingarnar urðu þegar margir voru að versla í miðborg Stokkhólms. En þrátt fyrir það slösuðust aðeins tveir einstaklingar, meðal þeirra var fyrrverandi starfsmaður Associated Press. Hann var sjónarvottur að sprengingunni og sá mann liggja á götunni og aðra gráta. Rannsókn er hafin bæði í Svíþjóð og á Bretlandi á tilræðinu.[1][2]

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 „Sprengingar í Stokkhólmi“. Morgunblaðið. 12. desember 2010.
  2. 2,0 2,1 „Bresk tengsl sprengjumanns rannsökuð“. Morgunblaðið. 13. desember 2010.
  3. „Regjeringen reagerer med avsky“. NRK. 13. desember 2010.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.