Sprengingarnar í Stokkhólmi 2010
Sprengingarnar í Stokkhólmi 2010 eru atburðir, sem urðu í miðborg Stokkhólms 11. desember 2010. Talið er að um tilraun til sjálfsmorðsárásar hafi verið að ræða, þó tilræðismaðurinn, sá sem sprengdi sig í loft upp, hafi verið sá eini sem lést. Hann ætlaði sér þó líklega að hafa fleiri með sér í dauðann. Einnig sprakk bílasprengja nokkru áður, en hún skaðaði engan.
Samkvæmt lögreglu í Stokkhólmi sprakk bifreið í Drottningargötu klukkan 16:50 að staðartíma. Skömmu síðar sprakk önnur sprengja í sömu götu.[1] Breska dagblaðið The Guardian sagði að maðurinn, sem sprengdi sjálfan sig í loft upp, Taimour Abdulwahab al-Abdaly, hafi verið sænskur ríkisborgari, fæddur í Írak.[2] NRK sagði svo frá því í fréttum sínum að þetta væri fyrsta íslamska hryðjuverkaárásin á Norðurlöndunum.[3]
Sprengingarnar urðu þegar margir voru að versla í miðborg Stokkhólms. En þrátt fyrir það slösuðust aðeins tveir einstaklingar, meðal þeirra var fyrrverandi starfsmaður Associated Press. Hann var sjónarvottur að sprengingunni og sá mann liggja á götunni og aðra gráta. Rannsókn er hafin bæði í Svíþjóð og á Bretlandi á tilræðinu.[1][2]
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „Sprengingar í Stokkhólmi“. Morgunblaðið. 12. desember 2010.
- ↑ 2,0 2,1 „Bresk tengsl sprengjumanns rannsökuð“. Morgunblaðið. 13. desember 2010.
- ↑ „Regjeringen reagerer med avsky“. NRK. 13. desember 2010.