Spintria
Spintria er lítið rómverskt brons eða brassmerki sem var einhvers konar vörupeningur sem hugsanlega var notaður í vændishúsum Rómaborgar. Önnur tilgáta er að merkin séu spilapeningar. Oftast eru myndir af kynlífi eða kynlífsathöfnum á þessum myntmerkjum. Bannað var að viðlagðri dauðarefsingu að vera í vændishúsum með mynt með mynd sem líktist hinum rómverska keisara. Spintria merkin voru bundin við tímabil, þau eru flest frá 1. öld f.Kr.
Útlit
breytaMerkin voru vanalega úr brassi eða bronsi og örlítið minni en 25 senta bandarísk mynt. Myndefnið var tengt kynlífi. Sum merki sýna kynlíf milli tveggja karlmanna.