Spergilbaun
Spergilbaun (fræðiheiti: Vigna unguiculata subsp. sesquipedalis) er afbrigði af augnbaun með langa (35-75 cm) og mjóa, baunabelgi sem eru borðaðir meðan baunirnar eru enn óþroskaðar. Augnbaunir eru einærar hitabeltisplöntur og spergilbaun er aðallega ræktuð í Suðaustur- og Suður-Asíu og sunnanverðu Kína.