Spaugstofan öðru nafni Spaug til einhvers var fjögurra þátta gamanþáttasería sýnd á RÚV á mánudagskvöldum árið 1987, þáttaröðin var samt tekin upp árið 1986. Um var að ræða fjóra prufuþætti sem einkenndust af stuttum atriðum. Þarna var Pálmi Gestsson ekki komin í hópinn en Laddi var í hans stað. Björn Emilsson stjórnaði upptöku. Hugmyndin kom til vegna þess að sami hópur sá um áramótaskaupin 1985 og 1986. Ekki voru framleiddir fleiri þættir en Spaugstofan kom aftur saman á RÚV undir merkinu 89 á stöðinni árið 1989 en með Pálma Gestssyni í stað Ladda.