Snikkari
Snikkari er gamalt starfheiti smiða sem vinnur með tré og önnur efni. Hann vinnur oftast á verkstæði og síður á byggingarsvæðum.
Snikkarar vinna oft við samsetningu á hurðum gluggum og öðrum innréttingum. Starfið og starfsheitið er ekki lögverndað. Iðnnám á síðustu 50 árum hefur þróast þannig að útskrifaðir sveinar úr húsasmíði, húsgagnasmíði og bólstrun hafa tekið yfir starf snikkara.