Sniðaspjall:Alþingismaður

Latest comment: fyrir 4 mánuðum by Bjarki S in topic Færsla undir snið:Stjórnmálamaður

þetta snið er eitthvað skrýtið (sjá t.d. Birgir Ármannsson) --Akigka (spjall) 14. október 2015 kl. 18:05 (UTC)Reply

Færsla undir snið:Stjórnmálamaður

breyta

Þetta snið var betra en forsneitt brauð þegar það varð til fyrir 17 árum, en líklega er kominn tími til að kveðja það og taka upp nútímalegri nálgun. Ég hef verið að fella helstu virknina úr þessu undir Snið:Stjórnmálamaður. Það er tekið frá ensku WP og tekur mjög mið af stjórnmálakerfum enskumælandi landa þar sem yfirleitt eru einmenningskjördæmi og flokkar eru fáir og stöðugir yfir marga áratugi. Mér fannst þurfa aðeins aðra nálgun fyrir íslensk stjórnmál. Kosturinn við að fella þetta undir stjórnmálamannasniðið er að þá er hægt að fara yfir öll helstu embætti og þingferil í sama sniðinu en þetta alþingismannasnið er eiginlega bara hugsað til að sýna það sem tengist beinlínis þingmennskunni. Sjálfsagt er hægt að heimfæra þetta á erlenda stjórnmálamenn líka. Tvennt fylgir ekki með úr þessu sniði: Annars vegar upplýsingar um nefndarsetu þingmanna en það er viðhaldsmartröð að halda því uppfærðu. Hins vegar merkingin um hvort að þingmaður sé í stjórn eða stjórnarandstöðu. Það væri alveg hægt að koma því að líka ef einhver vill en plássið er verðmætt í þessum línum og þetta má ekki verða of mikið kraðak. Bjarki (spjall) 22. júlí 2024 kl. 09:46 (UTC)Reply

Svo auðvitað ef einhver er með hugmyndir um hvað má betur fara þá er um að gera að koma þeim á framfæri hér. Sjá t.d. Ólafur Ragnar Grímsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem dæmi um greinar þar sem er verið að nota þessa fídusa. Bjarki (spjall) 22. júlí 2024 kl. 09:53 (UTC)Reply
Já, sammála. Ég var einmitt að hugsa það þegar forsetakosningarnar voru í gangi, að ef Katrín ynni þá yrði sennilega að hafa umræðu um það hvort sniðið hentaði betur á hennar síðu. Auk þess er ekkert pláss fyrir persónulegar upplýsingar í Alþingismannssniðinu. Þetta snið lítur betur út, mjög fínt framtak hjá þér. TKSnaevarr (spjall) 22. júlí 2024 kl. 09:54 (UTC)Reply
Eitt sem væri reyndar mögulega sniðugt væri að hafa möguleika til að fella inn upptalningu á embættum ef það eru mjög mörg útlistuð. Skráning á þingstörfum í svona töflum er t.d. gjarnan felld inn í greinum um breska stjórnmálamenn á ensku Wikipediu. TKSnaevarr (spjall) 22. júlí 2024 kl. 09:56 (UTC)Reply
Já það mætti skoða það ef upptalningin verður mjög löng. Það ætti þó síður að gerast í þessu formi en á því sem er notað á ENWP þar sem upptalning á þingsætum er mun knappari hér. Sjá t.d. en:Olaf Scholz þar sem er svona fellanlegur listi fyrir þingsætin, en útlistun á hverju þingsæti er líka mjög plássfrek þegar listinn er opnaður. Bjarki (spjall) 22. júlí 2024 kl. 10:24 (UTC)Reply
Upptalning á embættum væri reyndar kraðak. Tilgangurinn á bak við upplýsingasnið (infobox) er að lista aðalatriðin, ekki vera tæmandi listi, sjá en:Wikipedia:Manual of Style/Infoboxes. Tilgangurinn er að lesandinn geti fundið út hver einstaklingurinn er tiltölulega fljótt. Embættin mættu einfandlega fara í textann sjálfann.
Alþingismanna kóðinn ætti að vera merktur með földum texta (<!-- -->), það hafa komið upp tilvik þar sem snið frá ensku wikipediu hefur verið uppfært og séríslenski kóðinn farið út í leiðinni. Snævar (spjall) 22. júlí 2024 kl. 15:34 (UTC)Reply
Það er falið komment þar sem alþingismannahlutinn byrjar í sniðakóðanum. Bjarki (spjall) 22. júlí 2024 kl. 15:44 (UTC)Reply
Fara aftur á síðuna „Alþingismaður“.