Snarrót (félag)
Snarrót er félag sem var stofnað um rekstur samnefndrar félagsmiðstöðvar í Reykjavík. Félagsmiðstöðin Snarrót var stofnuð á haustmánuðum árið 2004 og starfaði nokkurn veginn samfellt fram á sumar 2006. Yfirlýstur tilgangur stöðvarinnar var að vera athvarf og miðstöð fyrir grasrótarstjórnmál, einkum á vinstrivængnum. Hún var til húsa að Garðastræti 2 til að byrja með, en flutti síðan í kjallarann á Laugavegi 21. Þar fóru meðal annars fram fundir, kvikmyndasýningar og námskeið, sem tengdust umhverfisvernd, baráttu fyrir friði og mannréttindum, afhjúpun meintra og raunverulegra samsæra og fleiru. Starfsemin var fjármögnuð með félagsgjöldum og fjáröflunarviðburðum, einkum kvöldverðum, auk þess sem komið var upp aðstöðu, fyrir ferðamenn og aðra, til að komast á internetið gegn vægu gjaldi. Félagar í félaginu skiptu nokkrum tugum, en dagleg umsjón stöðvarinnar var í höndum stjórnar sem kjörin var á árlegum aðalfundi.
Á fyrri hluta ársins 2007 var ákveðið að leggja félagsmiðstöðina Snarrót niður..