Snæbjörk (fræðiheiti: Betula utilis) er tegund af birkiætt ættuð frá Himalajafjöllum, þar sem hún vex upp í 4500 m hæð. Nafnið utilis vísar til hinna mörgu nytja af mismunandi hluta trésins.[1] Næfrarnar af trénu voru notaðar til forna til að skrifa á Sanskrít ritningar og texta.[2] Hann er enn notaður til að rita á hinar heilögu möntrur, þar sem börkurinn er settur í verndargrip.[3] Hún er ræktuð víða um heim á sama tíma og hún er að tapa svæði vegna ofnýtingar í heimkynnum sínum í eldivið.

Snæbjörk
Blöð snæbjarkar
Blöð snæbjarkar
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Birkiætt (Betulaceae)
Ættkvísl: Birki (Betula)
Undirættkvísl: Neurobetula
Tegund:
B. utilis

Tvínefni
Betula utilis
D.Don
Samheiti

B. bhojpatra Wall.

Flokkun

breyta

Betula utilis var lýst og nefnd af grasafræðingnum David Don í bók hans Prodromus Florae Nepalensis (1825), eftir eintökum sem safnað var af Nathaniel Wallich í Nepal 1820.[4][5] Betula jacquemontii (Spach), var fyrst lýst og nefnd 1841, og kom síðar í ljós að það var afbrigði af B. utilis, og er nú Betula utilis var. jacquemontii.[6] Samheitið B. bhojpatra kemur af indverska heitinu bhojpatra sem er dregið af á sanskrít = भूर्ज bhūrja sem er samstofna við orðið "birki".[7]

Undirtegundir

breyta
  • Betula utilis ssp. albosinensis - Koparbjörk (Burkill) Ashburner & McAll. (Syn.: Betula utilis var. sinensis (Franch.) H.J.P.Winkl., Betula albosinensis Burkill): Í norður og mið Kína.[8]
  • Betula utilis ssp. jacquemontii - Nepalbjörk (Spach) Kitam. (Syn.: Betula utilis var. jacquemontii (Spach) H.J.P.Winkl., Betula jacquemontii Spach): Í vestur og mið Himalajafjöllum.[8]
  • Betula utilis ssp. occidentalis Kitam. (Syn.: Betula chitralica Browicz, Betula kunarensis Browicz, Betula pyrolifolia V.N.Vassil.): Í austur Afghanistan og mið Asía.[8]
  • Betula utilis ssp. utilis (Syn.: Betula bhojpattra Wall., Betula utilis var. glandulifera Regel):Í himalajafjöllum og Kína.[8]

Lýsing

breyta
 
Hvítur, pappírskenndur börkur
 
Nærmynd af berki

Í heimkynnum sínum myndar snæbjörk skóga, og vex sem runni eða tré að 20m hátt. Það vex oft með dreifðum barrtrjám, með undirgróðri af runnum sem eru yfirleitt sígrænar lyngrósir. Jarðvegsrakinn er vegna snjóbráðar en ekki monsúna. Þau verða oft sveigð vegna vetrarsnjóa í Himalajafjalla.[1]

Blöðin eru egglaga, 5 til 10 sm löng, með tenntum jaðri, og lítið eitt hærð. Blómgun er frá maí til júlí, með fáum karlreklum, og stuttum, stökum (sjaldan í pörum) kvenreklum.Fræin þroskast í september til október.[1][9]

Þunnur, pappírskenndur börkurinn er mjög gljáandi, rauðbrúnn, hvítur með rauðum blæ, eða hvítur, með láréttum loftaugarákum. Börkurinn flagar af í breiðum, láréttum næfrum sem er mjög hentugt til að gera tiltölulega stórar síður fyrir texta.[1] Sveppvöxtur kallaður bhurja-granthi, myndar stóra svarta klumpa á trénu og getur orðið að 1 kg.[9]

Viðurinn er mjög harður og þungur, og mjög stökkur. Kjarnviðurinn er bleikur eða ljós rauðbrúnn.[10]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Liu, Cuirong; Elvin, Mark (1998). Sediments of time: environment and society in Chinese history. Cambridge, UK: Cambridge University Press. bls. 65. ISBN 0-521-56381-X.
  2. Müller, Friedrich Max (1881). Selected essays on language, mythology and religion, Volume 2. Longmans, Green, and Co. bls. 335–336fn.
  3. Wheeler, David Martyn (2008). Hortus Revisited: A 21st Birthday Anthology. London: Frances Lincoln. bls. 119. ISBN 0-7112-2738-1.[óvirkur tengill]
  4. Don, David (1823). Prodromus floræ Nepalensis, sive Enumeratio vegetabilium, quæ in itinere. bls. 58.
  5. Santisuk, Thawatchai (nóvember 2009). „THAI FOREST BULLETIN“ (PDF). The Forest Herbarium (BKF). bls. 172. Sótt 12. júní 2010.[óvirkur tengill]
  6. „Betulaceae Betula jacquemontii Spach“. International Plant Names Index. Sótt 10. júní 2010.
  7. Masica, Colin P. (1991). The Indo-Aryan languages. Cambridge, UK: Cambridge University Press. bls. 38. ISBN 0-521-29944-6.
  8. 8,0 8,1 8,2 8,3 Rafaël Govaerts (Hrsg.): Betula - World Checklist of Selected Plant Families des Royal Botanic Gardens, Kew. Zuletzt eingesehen am 11. Januar 2017.
  9. 9,0 9,1 Chauhan, Narain Singh (1999). Medicinal and Aromatic Plants of Himachal Pradesh. Indus Publishing Company. bls. 125. ISBN 81-7387-098-5.
  10. „Betula utilis D. Don“. Flora of China. Harvard University. 4: 309. 1994.

Tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.