Snákaolía
Snákaolía er svikinn áburður sem inniheldur ekki neina hluta af snákum. Orðið er notað til að tákna blekkingu og pretti varðandi vöru þar sem ekki eru upplýsingar um innihald eða villandi upplýsingar og ekki er ljóst hvaða gagn er að vörunni. Orðið snákasölumaður er notað um þann sem selur vísvitandi falsaða vöru eða vöru sem byggir á að beita kaupanda blekkingum, prettum og svikum. Snákaolía úr raunverulegum snákum hefur í margar aldir verið talin eftirsóknarverð og talin virka vel við gigt og húðsjúkdómum.
Kínverskir verkamenn sem unnu við járnbrautalagningu í Bandaríkjum Norður-Ameríku fluttu með sér kínverskar lækningahefðir og ein þeirra var að nudda húð þar sem verkur er úr snákaolíu. Þetta var gripið á lofti af bandarískum sölumönnum smyrsla sem þóttust selja undaráburð með leynilegri samsetningu. Slíkir snákasölumenn voru sögupersóna í mörgum vestramyndum, læknir með vafasaman bakgrunn á ferð að selja lyf þar sem mannfjöldi safnaðist saman með því að vitna í ýmis konar gervivísindi. Oft var meðal áheyrenda leynilegur hjálparmaður sem vitnaði um að smyrslið hefði undramátt og hjálpaði til að skapa múgæði. Þegar mannfjöldinn áttaði sig á að svik voru í tafli var sölumaðurinn löngu horfinn á braut.
Heimild
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Snake Oil“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. april 2018.