Smiðurinn og bakarinn

Smiðurinn og bakarinn er ljóð eftir Johan Herman Wessel. Það er gamansaga sem er ádeila á réttarfar og skort á skynsemi í þjóðfélaginu. Orðatiltækið "Að hengja bakara fyrir smið" á rætur að rekja til þessa ljóðs. Ljóðið var prentað í fyrsta skipti árið 1784. Wessel mun hafa ort þetta ljóð eftir enskri sögu með sama innihaldi.

Myndskreyting frá 1890 með háðskvæðinu Smiðurinn og bakarinn eftir Johan Herman Wessel.
Dómarinn flettir upp í lagasafninu.
Aumingja bakarinn.

Sagan gerist í smábæ þar sem eru tveir bakarar og einn smiður. Smiðurinn fremur morð og er leiddur fyrir dómstóla. Fjórir borgarar segja dómara að það sé aðeins einn smiður í bænum og þess vegna verði að sleppa smiðnum lausum. Og þar sem í bænum séu tveir bakarar og einn þeirra sé gamall og lúinn þá geti hann tekið á sig sökina og það megi hengja hann. Bakarinn er þá dæmdur til dauða þótt hann sé saklaus. Boðskapur kvæðisins er að maður eigi alltaf að vera viðbúinn dauða sínum.

Tenglar

breyta