Smeyginn
Smeyginn (enska: Smaug) er dreki í bókinni Hobbitanum eftir J.R.R. Tolkien.
Í bókinni er hann staðsettur í fjallinu eina og dvergarnir 13 vilja endurheimta heimilið sitt og gullið sem er í fjallinu. Dvergarnir fara ásamt Bilbó Bagga og vitkanum Gandalfi í þetta ævintýri.
Ekki er vitað mikið um Smeyginn fyrir bókina. Hann réðst á Dal og braut svo hliðið af fjallinu þar sem dvergar voru búsettir. Þar tók hann yfir fjallið. Dvergakóngurinn Þrór var Konungur undir fjallinu, faðir Þráins og afi Þorins, seginn í Fimmherjaorrustunni fyrir utan Fjallið eina og langafi Fjalars og Kjalars. Þeir þrír voru meðal þeirra þrettán dverga sem fóru að fjallinu til að endurheimta það. Þrór var veginn í Moríu þegar dvergar ætluðu að sölsa það undir sig eftir að drekinn tók fjallið. Hann var afhöfðaður af orkanum Azog.