Smallville (6. þáttaröð)
Smallville er bandarísk dramaþáttaröð. Sýningar á sjöttu þáttaröðinni hófust þann 28. september 2006 og þeim lauk 17. maí 2007. Þættirnir voru 22 og er hver þeirra um 42 mín. að lengd. Michael Rosenbaum leikstýrði 125. þættinum Freak.
Aðalleikarar
breyta- Tom Welling sem Clark Kent/Boyscout, Bizarro
- Kristin Kreuk sem Lana Lang (seinna Lana Luthor)
- Michael Rosenbaum sem Lex Luthor, Zod-í-Lex
- Erica Durance sem Lois Lane
- Allison Mack sem Chloe Sullivan/Watchtower
- John Glover sem Lionel Luthor
- Annette O'Toole sem Martha Kent
Gestaleikarar
breyta- Aaron Ashmore sem Jimmy Olsen
- Justin Hartley sem Oliver Queen/Green Arrow
- Phil Morris sem J'onn J'onzz/The Martian Manhunter
- Terence Stamp sem rödd Jor-Els
- Kyle Gallner sem Bart Allen/Impulse
- Alan Ritchson sem Arthur Curry/Aquaman
- Lee Thompson Young sem Victor Stone/Cyborg
- Lynda Carter sem Moira Sullivan
- Pascale Hutton sem Raya
- Bill Mondy sem Dr. Edward Groll
- Bow Wow sem Baern/Lamar
- Amber McDonald sem Gloria
- Kane sem Titan
- Tahmoh Penikett sem Wes Keenan
- Alan C. Peterson sem Ed Burke þingmaður
- Gerald Plunkett sem Dr. Donovan Jamison
- Tori Spelling sem Linda Lake
- Hundurinn Bud sem Shelby
Þættir
breytaTitill | Sýnt í U.S.A. | # | ||
---|---|---|---|---|
„Zod“ | 28. september 2006 | 111 – 601 | ||
Á meðan Clark er fastur í Phantom Zone-fangelsinu, veldur Zod-í-líkama-Lex ursla á Jörðinni. Hann ætlar að endurbyggja Krypton á Jörðinni og drepa allar mannverur en velur Lönu sem maka sinn. Lionel ákveður að finna hnífinn sem Jor-El gaf Clark og drepa Lex og Chloe felur sig í Daily Planet-byggingunni þar sem hún hittir gamlan kærastan sinn Jimmy Olsen, sem vinnur sem ljósmyndari á Daily Planet. Martha vaknar í flugvélafrakinu ásamt Lois sem er meðvitundarlaus og sér að hún er nálægt Einveruvirkinu. Hún talar við Jor-El sem þakkar henni fyrir að leiðbeina Clark og sendir hana og Lois aftur til Smallville. Lionel hittir Mörthu á býlinu og þau finna hnífin. Lana segir þeim að hún ætli að drepa Lex en henni mistekst. Í Phantom Zone-fangelsinu hittir Clark krytponska konu sem heitir Raya og var aðstoðarkona Jor-Els og hjálpaði honum að byggja Phantom Zone. Hún segir að aðeins blóð El-ættarinnar getur opnað hliðið út úr fangelsinu. Clark kemst út úr Phantom Zone og tekst að stöðva Zod frá því að breyta Jörðinni í krytpon og að drepa Lönu. Þeir berjast en Clark er ekki nógu sterkur þannig að hann notar El-kristalinn sem Raya gaf honum og tekst að særa anda Zod úr Lex. Þegar Lex vaknar er ekki lengur með ofurkrafta og man ekkert eftir því sem gerðist. Chloe og Jimmy byrja saman, Lionel er búinn að missa tengingu sína við Jor-El og Clark segir að það sé vegna þess að Virkið er óvirkt. Í lokin sjáum við að Clark var ekki sá eini sem slapp úr Phantom Zone. Höfundur: Steven S. DeKnight, Leikstjóri: James Marshall | ||||
„Sneeze“ | 5. október 2006 | 112 – 602 | ||
Clark reynir hvað hann getur að endurbyggja Metropolis eftir að Zod var sigraður ("myrki fimmtudagur"). Þegar Clark verður kvefaður eftir að hafa sýkst af einhverju úr Phantom Zone-fangelsinu fær hann nýjan eiginleika: ofurandardrátt sem byrjar með því að hann hnerrar svo kröfulega að hann feykir hlöðuhurðinni margar mílur í burtu. Lois verður staðráðin í rannsaka það og byrjar feril sinn sem blaðakona. Þegar Lex er rænt þarf Clark að reyna að fá stjórn á nýja eiginleikanum til að bjarga honum. Oliver Queen kemur til Metropolis og það kemur í ljós að hann lét ræna Lex til að vita hvernig hann fékk ofurkraftana. Eftir að Lex er bjargað biður hann Lönu að flytja í Luthor-setrið. - Titillinn þýðir "Hnerri" Höfundar: Todd Slavkin og Darren Swimmer, Leikstjóri: Paul Shapiro | ||||
„Wither“ | 12. október 2006 | 113 – 603 | ||
Einn fangana úr Phantom Zone kemur til Smallville og tælir karlmenn til að nota sem hýsla fyrir eggin sín. Clark, Chloe og Jimmy rannsaka málið. Á meðan heldur Lex góðgerðargrímuball fyrir fórnarlömb "myrka fimmtudags" og Lois byrjar með Oliver Queen. Samband Lex og Lönu færist á næsta stig. - Tittillinn þýðir "að visna" Höfundur: Tracy Bellomo, Leikstjóri: Whitney Ransick | ||||
„Arrow“ | 19. október 2006 | 114 – 604 | ||
Oliver Queen er ekki allur sem hann er séður því að hann er líka Green Arrow, sjálfskipaður löggæslumaður sem stelur stolnum svartamarkaðsskartgripum frá ríkum og sendir nafnlaust til rétta eigandans. Clark og Chloe rannsaka málið á meðan Lois er staðráðin í að ná honum. - Titillinn þýðir "Ör" Höfundar: Kelly Souders og Brian Peterson, Leikstjóri: Michael Rohl | ||||
„Reunion“ | 26. október 2006 | 115 – 605 | ||
Lex og Oliver fóru í sama heimavistarskóla og mæta á útskriftarafmælið en drungaleg fortíð þeirra kemur að ásækja þá þegar að tveir góðir vinir Olivers deyja einn á fætur öðrum. Oliver grunar að Lex standi á bak við þetta og Clark, Chloe og Lois rannsaka málið. - Titillinn þýðir "Endurfundur" Höfundur: Steven S. DeKnight, Leikstjóri: Jeannot Szwarc | ||||
„Fallout“ | 2. nóvember 2006 | 116 – 606 | ||
Rayu tókst að sleppa úr Phantom Zone-fangelsinu en hinum miskunarlausa Baern tókst það líka og tók yfir líkama ungs stáks. Clark og Raya reyna að berjast við Baern sem þarf kjarnorku til að styrkja sig. Í lokin ákveður Clark að hann þurfi að ná öllum Phanton Zone-föngunum. Lex byrjar ljúga að Lönu um rannsóknarverkefni sín. - Titillinn þýðir "Ofanfall" einkum eftir kjarnorkusprengju Höfundur: Holly Harold, Leikstjóri: Glen Winter | ||||
„Rage“ | 9. nóvember 2006 | 117 – 607 | ||
Clark hefur áhyggjur af undarlegri hegðun Olivers og uppgötvar að Oliver er að taka inn tilraunalyf sem græðir sár en veldur reiðisköstum. Í einu reiðiskastinu slasar Oliver Lois og ætlar sér að drepa Lex. Lana uppgötvar að hún er ólétt. Í endanum á þættinum halda Clark og Martha þakkargjörð og bjóða Lionel, Chloe, Lois og Oliver. - Titillinn þýðir "Reiði" Höfundar: Todd Slavkin og Darren Swimmer, Leikstjóri: Whitney Ransick | ||||
„Static“ | 16. nóvember 2006 | 118 – 608 | ||
Lex er rænt af Bronson, mann sem hefur þann loftsteinakraft að stjórna tíðnum og hefur fest Lex inn í annarri hátíðni sem gerir hann ósýnilegan fyrir öðrum. Bronson vill að Lex upplýsi heiminn um 33.1-verkefnið þar sem Lex handsamar loftsteinafríka til að notfæra eiginleika þeirra. Lana leitar til Chloear og Jimmys til að hjálpa Lex. Á meðan fer Clark til Seattle til að kljást við Aldar, Phantom Zone-fanga sem nærist á beinmergi. Þegar Aldrar drepur næstum Clark bjargar honum einhver vera sem er með glóandi augu og getir flogið. Í endanum biður Lex Lönu að giftast sér. - Titillinn vísar í truflanir í útvarpsbylgjum Höfundar: James Morris og Shintaro Shimosawa, Leikstjóri: James Conway | ||||
„Subterranean“ | 7. desember 2006 | 119 – 609 | ||
Clark hittir Javier, mexíkóskan dreng, sem segist vera haldið í þrælkunar vinnu af bóndanum Jed McNally, sem hefur þann eiginleika að ferðast neðanjarðar og drepur þannig alla þá verkamenn sem reyna að flýja. En þar sem Javier er ólöglegur innflytjandi Clark reynir að fá Mörthu að útvega drengnum leyfi til að vera í Bandaríkjunum á meðan hann sér um McNally. Lana játar bónorði Lex. Jimmy reynir að fá Chloe til að flytja til Metropolis. - Titillinn þýðir "eitthvað sem er neðanjarðar" Höfundur: Caroline Dries, Leikstjóri: Rick Rosenthal | ||||
„Hydro“ | 11. janúar 2007 | 120 – 610 | ||
Linda Lake er slúðurdálkahöfundur hjá Daily Planet sem getur breytt sér í vatn og nýtir sér þann hæfileika til að hlera samtöl fólks og kemst að leyndarmáli Clarks sem þýðir að Chloe þarf að stöðva hana. Á meðan biður Oliver Clark að hjálpa sér þegar Lois ætlar að sanna að hann sé Green Arrow. Lana er efins um að giftast Lex því hún er ennþá ástfangin af Clark. - Titillinn þýðir "eitthvað sem tengist vatni" Höfundar: Kelly Souders og Brian Peterson, Leikstjóri: Tom Welling | ||||
„Justice“ | 18. janúar 2007 | 121 – 611 | ||
Bart Allen kemur aftur til Smallville en Clark kemst að því að Oliver hefur ráðið hann til að brjótast inn í LuthorCorp-stofnanir til að stela gögnum. Þegar Lex handsamar Bart, þurfa Clark og Chloe að vinna með ofurhetjuteymi Olivers sem samanstendur af Cyborg (Victor Stone) og Aquaman (Arthur Curry). - Titillinn þýðir "Réttilæti" og er vísun í The Justice League enda er teymi Olivers frumútgáfan af Justice Leauge, Oliver segir líka um nafn teymisins: "Something with the word 'justice' in it." Höfundur og leikstjóri: Steven S. DeKnight | ||||
„Labyrinth“ | 25. janúar 2007 | 122 – 612 | ||
Phantom Zone-fangi sýkir huga Clarks og lætur Clark halda að hann hafi aldrei verið geimvera með ofurkrafta og að hann hafi ímyndað sér þetta allt saman. Veran sem bjargaði Clark frá Aldar í Seattle bjargar Clark frá þessum fanga. Hann segist heita J‘onn J‘onzz eða Martian Manhunter. - Titillinn þýðir "Völundarhús" Höfundar: Al Septien og Turi Meyer, Leikstjóri: Whitney Ransick | ||||
„Crimson“ | 1. febrúar 2007 | 123 – 613 | ||
Á Valentínusardegi kaupir Lois varalit unninn úr rauðu kryptoníti sem lætur hana verða ástfangna af fyrsta karlmanninum sem hún sér: Clark. Þegar Lois kyssir Clark sýkist hann með rauðu kryptoníti og ákveða þau að brjótast í trúlofunarkvöldverð Lönu og Lex. Clark rænir Lönu og fer með hana í Kent-hlöðuna til að fá hana að yfirgefa Lex. - Titillinn þýðir "Djúprauður" Höfundar: Kelly Souders og Brian Peterson, Leikstjóri: Glen Winter | ||||
„Trespass“ | 8. febrúar 2007 | 124 – 614 | ||
Einhver er að ásækja Lönu og hótar að drepa hana. Á meðan Clark og Chloe rannsaka málið felur Lana sig á Kent-býlinu til að rannsaka leyndarmál Clarks betur. - Titillinn þýðir "för í heimildarleysi á eign annars" en getur einnig þýtt misgjörðir, afbrot eða synd. Höfundur: Tracy Bellomo, Leikstjóri: Michael Rohl | ||||
„Freak“ | 15. febrúar 2007 | 125 – 615 | ||
Clark og Chloe rannsaka brotthvörf á fólki sem hefur loftsteinakrafta en þegar Chloe er rænt á sama hátt kemur í ljós að hún er líka loftsteinafrík. Þau uppgötva líka að Lex stendur á bak við mannránin og notar Tobias Ryce, strák sem varð blindur í seinna loftsteinaregninu en fékk hæfileikann að sjá loftsteinafrík. Lana telur að Clark hafi loftsteinakrafta. - Titillinn þýðir á góðri íslensku "Viðrini" eða "Skrípi" en vísar í raun í loftsteinafrík. Höfundar: Todd Slavkin og Darren Swimmer, Leikstjóri: Michael Rosenbaum | ||||
„Promise“ | 15. mars 2007 | 126 – 616 | ||
Brúðkaupsdagur Lönu og Lex er að renna upp og þrír atburðir gerast þann dag: Clark veit ekki hvort hann eigi að mæta í brúðkaupið. Eftir að hafa bjargað Chloe (brúðarmær Lönu) úr frystinum í vínkjallaranum reynir hún að sannfæra Clark að bjarga Lönu frá Lex. Seinna hittir Clark Lönu og hún vill að þau hittist seinna í hlöðunni vegna þess að hún ætlar að yfirgefa Lex. Lana mætir ekki og Clark sér að hún játast Lex. Fyrr þann dag hitti Lex lækni sem veitti honum upplýsingar um eitthvað óeðlilegt varðandi meðgöngu Lönu. Þegar hann hótar að senda upplýsingar út drepur Lex hann. Að lokum sjáum við að Lana plataði Chloe niður í vínkjallarann og læsti hana í frystinum. Hún sá Clark nota eiginleikana sína til að bjarga Chloe (ofurkraft, hitageislasjón, Chloe talaði um að hann væri skotheldur og svo fór hann burt með ofurhraða). Eftir að hafa séð þetta ákveður Lana að yfirgefa Lex en Lionel hótar nota veikleika Clarks til að drepa hann nema hún giftist Lex. - Titillinn þýðir "Loforð" Höfundar: Kelly Souders og Brian Peterson, Leikstjóri: Rick Rosenthal | ||||
„Combat“ | 22. mars 2007 | 127 – 617 | ||
Clark er í sorgar- og reiðiskasti eftir brúðkaup Lönu og Lex. Hann ákveður að einbeita sér að fanga Phantom Zone-fangana og kemst að því að kraftajötuninn Titan er einn af þeim og þarf hann taka þátt í neðanjarðarslagsmálakeppnum til að berjast við hann. Lois er að vinna að frétt um þetta og endar í hringnum með Clark og Titan. Lana missir barnið. Lex fær krufningarskýrsluna um Titan. - Titillinn þýðir "Bardagi" Höfundar: Turi Meyer og Al Septien, Leikstjóri: James Marshall | ||||
„Progeny“ | 19. apríl 2007 | 128 – 618 | ||
Lex bjó til lyf sem vakti móður Chloear úr stjarfaklofanum til þess að nýta loftsteinahæfileika hennar - að stjórna öðrum loftsteinafríkum. Án þess að Lex viti af reynir hún að fá Chloe til að bjarga sér frá Lex. Lana kemst að því að henni var gefið óhemjumikið hormónum svo það liti út fyrir að hún væri ólætt og traust hennar á Lex hverfur algjörlega. - Titillinn þýðir "Afkvæmi" Höfundur: Genevieve Sparling, Leikstjóri: Terrence O'Hara | ||||
„Nemesis“ | 26. apríl 2007 | 129 – 619 | ||
Jodi Keenan lokar Lex í námugöngunum sem leiða að Reeves-stíflu vegna þess að hún trúir því að Lex hafi eiginmanninn sinn Wes Keenan í haldi og hún hefur sett upp sprengjur allstaðar í göngunum. Clark reynir að bjarga honum en kryptonítið göngunum sviptir hann ofurkröftunum og þeir verða að vinna saman til að komast út. Lionel segir Lönu að hann neyddi hana í hjónaband með Lex til að vernda Clark. - Titillinn þýðir "Andstæðingur" Höfundur: Caroline Dries, Leikstjóri: Mairzee Almas | ||||
„Noir“ | 3. maí 2007 | 130 – 120 | ||
Lana er skotin meðan hún var á Daily Planet. Jimmy og Chloe rannsaka málið en árásarmaður Lönu rotar Jimmy sem veldur því að Jimmy dreymi um morðmálið eins og það sé lögregludrama frá 5. áratugnum. Í draumnum er Jimmy rannsóknarblaðamaður hjá Clark aulalegur blaðamaður á daginn og svalur einkaspæjari um næturnar. - Titillinn þýðir "Svartur" og vísun í "film noir" sem voru svart-hvítar lögreglumyndir. Höfundar: Brian Peterson og Kelly Souders, Leikstjóri: Jeannot Szwarc | ||||
„Prototype“ | 10. maí 2007 | 131 – 621 | ||
Burke þingmaður heimsækir Lex og segir honum að hann ætli ekki að fjármagna ofurhermannaverkefnið lengur. Lex sendir Wes Keenan, sem hann hefur breytt í hugsunarlausan ofurhermann með því að nota erfðaefni úr loftsteinafríkum og geimverujötninum Titan, til að myrða Burke. Lois verður vitni af því og Wes rænir henni. Í ljós kemur að þau voru eitt sinn kærustupar og henni tekst að koma vitinu fyrir Wes í stuttan tíma. Lex virkir Wes aftur og Clark bjargar Lois. Síðustu orð Wes til Loisar er einhver talnaruna. Lois ætlar sér að stöðva Lex frá því að gera fleiri ofurhermenn. Lex kemst að því að hann þarf erfðasýni úr lifandi ofurkraftageimveru til að virkja ofurhermenn sína. - Titillinn þýðir "Frumgerð" sem er vísun í dulnefnið sem Lex gaf Wes Keenan sem var eiginmaður Jodi Keenan úr "Nemesis" Höfundur: Steven S. DeKnight, Leikstjóri: Mat Beck | ||||
„Phantom“ | 17. maí 2007 | 132 – 622 | ||
Lex sendir allan sinn mannskap til að finna síðasta Phantom Zone-fangann – fyribæri sem getur ekki lifað nema í kryptonskum líkama og endist aðeins sólahring í líkömum manna – og ætlar sér að nota erfðaefni hans til að virkja ofurhermenn sína. Lex spyr Lionel um diskinn sem Lana stal og Lionel segir Lex að hann neyddi Lönu að giftast honum. Martha yfirgefur Smallville fer til Washingtons til að vinna á þinginu. Lana fer til Clarks og segir honum að hún hyggst yfirgefa Smallville til að sleppa frá Lex. Clark segir henni sannleikan um sig og þau kyssast. Lana segir Clark frá Lionel. Lois kemst að því að talnarunan sem Wes Keenan sagði henni voru lengdar- og breiddargráður fyrir Reeves-stífluna. Clark reynir að drepa Lionel í reiðiskasti sem segir honum að hann lét Lönu giftast Lex svo að hún gæti njósnað um verkefni Lex en Clark er sama. Martian Manhunter stöðvar hann og segir Clark að Lionel er sendiboði Jor-Els og segir honum frá síðasta Phanton Zone-fanganum. Lana segir Lex að hún viti að hann gaf henni hormón svo hún héldi að hún væri ólétt og segist ætla að yfirgefa hann fyrir Clark og Lex hótar henni dauða. Clark og Chloe komast að því að ungur strákur sem Phantom Zone-fanginn andsetti er í haldi hjá Lex. Lois kemst inn í stífluna en öryggisvörður ræðst að henni og stingur hana með hníf. Lois tekst að rota hann og áður en hún missir meðvitund hringir hún í Chloe. Lana segir Lionel að hún er á leiðinni úr Smallville en þegar Lionel reynir að stöðva hana springur bíllinn hennar. Lionel segir Clark frá því sem gerðist og hleypur æstur í burtu til að drepa Lex. Á meðan tókst Chloe að rekja síma Loisar og finnur hana meðvitundarlausa í eigin blóði. Chloe heldur grátandi um frænku sína og skyndilega fer skært ljós af stað og Lois vaknar og sárið er gróið en Chloe liggur meðvitundarlaus. Lex tekst að fá erðaefnið frá fanganum en honum tekst að sleppa áður en Lex getur virkjað herinn sinn og Lex flýr af hólmi. Clark eltir Lionel til stíflunnar til að finna Lex. Clark ræðst að Lex kennir honum um morðið á Lönu en Lex bregður þegar hann fréttir af þessu. En hann flýr þegar Phantom Zone-fanginn kemur. Clark hyggst nota kristal Rayu til að færa hann aftur í Phantom Zone en fanginn býr til líkama eftir erfaefni frá Clark og verður illmennið Bizarro sem lítur nákvæmlega út eins og Clark. Í bardaga Clarks og Bizarros byrja innri veggir stíflunnar að brotna. Lögreglan handtekur Lex fyrir utan stífluna fyrir morðið á Lönu. Lionel kemur að Clark og Bizarro og reynir að drepa Bizarro með kryptoníti en það styrkir hann og Bizarro fleygir Lionel í burtu og Clark út úr stíflunni og flýgur á eftir honum... - Titillinn þýðir "Vofa" sem er það sem Bizarro og hinir Phantom Zone fangarnir eru kallaðir. Höfundar: Todd Slavkin og Darren Swimmer, Leikstjóri: James Marshall | ||||