Smallville (2. þáttaröð)
Smallville er bandarísk dramaþáttaröð. Sýningar á annari þáttaröðinni hófust þann 24. september 2002 og þeim lauk 20. maí 2003. Þættirnir voru 23 og er hver þeirra um 42 mín. að lengd.
Aðalleikarar
breytaTom Welling sem Clark Kent
Kristin Kreuk sem Lana Lang
Michael Rosenbaum sem Lex Luthor
Sam Jones III sem Pete Ross
Allison Mack sem Chloe Sullivan
John Glover sem Lionel Luthor
Annette O'Toole sem Martha Kent
John Schneider sem Jonathan Kent
Gestaleikarar
breytaMitchell Kosterman sem Ethan Miller fógeti
Emmanuelle Vaugier sem Hellen Bryce læknir
Patrick Cassidy sem Henry Small
Sara-Jane Raymond sem Nell Potter
Rob LaBelle sem Dr. Frederick Walden
Christopher Reeve sem Dr. Virgil Swann
Terence Stamp sem rödd Jor-Els
Camille Mitchell sem Nancy Adams fógeti
Jill Reed sem Maggie Sawer lögregluforingi
Robert Wisden sem Gabe Sullivan
Paul Wesley sem Lucas Luthor
Blair Brown sem Rachel Dunlevy
Eric Johnson sem Whitney Fordman
Lizzy Caplan sem Tina Greer
Ryan Kelly sem Ryan James
Þættir
breytaTitill | Sýnt í U.S.A. | # | ||
---|---|---|---|---|
„Vortex“ | 24. september 2002 | 22 – 201 | ||
Clark tekst að bjarga Lönu úr fellibylnum og fer með hana á sjúkrahús. Seinna vaknar hún og skilur ekki hvernig hún gat lifað af. Lex bjargar föður sínum en hann er alvarlega slasaður og endar blindur eftir aðgerð. Jonathan er enn saknað en hann og Nixon eru fastir í gömlum kjallara. Clark reynir hvað hann getur til að finna föður sinn. - Titill þáttarins þýðir hringiða, hvirfill, hvirfilvindur eða skýstrókur Saga: Alfred Gough og Miles Millar, Handrit: Philip Levens, Leikstjóri: Greg Beeman | ||||
„Heat“ | 1. október 2002 | 23 – 202 | ||
Clark byrjar aftur í skólanum og fyrsti tíminn er kynfræðsla kennd af hinni kynþokkafullu Desiré Atkins. Í miðjum tíma fær Clark nýjan hæfileika: hitageislasjón. En hún kviknar alltaf þegar hann er nálægt Lönu. En Desiré getu stjórnað karlmönnum með fermónum og fær Lex til að giftast sér og fær Jonathan að drepa hann svo hún erfi peningana hans. - Titill þáttarins þýðir "Hiti" Höfundur: Mark Verheiden, Leikstjóri: James Marshall | ||||
„Duplicity“ | 8. október 2002 | 24 – 203 | ||
Pete finnur geimskipið hans Clarks og ákveður Clark að segja Pete sannleikann. Pete tekur ekki fréttunum vel og vinátta þeirra gæti verið lokið. Á meðan þarf Lex að þola að faðir sinn gisti á setrinu. Dr. Steven Hamilton er staðráðinn í að finna geimskipið hvað sem það kostar. - Titill þáttarins þýðir "Undirferli" Höfundar: Todd Slavkin og Darren Swimmer, Leikstjóri: Steve Miner | ||||
„Red“ | 15. október 2002 | 25 – 204 | ||
Clark verður fyrir barðinu á nýrri tegund loftsteina sem eru rauðir en ekki grænir þegar hann setur á sig rándýran skólahring. Clark missir allar hamlanir og gerir það sem honum sýnist: rífur kjaft við Jonathan, notar röntgensjónina til að skoða stelpur naktar og kyssir aðra stelpu á stefnumóti með Lönu og ætlar sér að verða ríkur á ofurkröftunum sínum. Jonathan og Pete þurfa að stöðva Clark áður en hann slasar einhvern. - Titill þáttarins þýðir "Rauður" Höfundur: Jeph Loeb, Leikstjóri: Jeff Woolnough | ||||
„Nocturne“ | 22. október 2002 | 26 – 205 | ||
Byron Moore er ungur strákur sem er ástfanginn af Lönu og sendir henni ástarljóð sem gerir Clark öfundsjúkan. Þegar Lana og Clark komast að því að foreldrar hans hlekkja hann í kjallaranum reynir Clark að hleypa honum út. Um leið og Byron kemst í snertingu við sólarljós breytis hann í Hr. Hyde-legt skrímsli með ofurkrafta. Í ljós kemur að Byron tók tilraunalyf fyrir félagsfælni en hafði þessar hræðilegu aukaverkanir. Á meðan þyggur Martha starf sem ritari Lionels til að auka tekjurnar en Jonathan er ekki sáttur við það. - Titill þáttarins þýðir "Næturljóð" Höfundar: Brian Peterson og Kelly Souders, Leikstjóri: Rick Wallace | ||||
„Redux“ | 29. nóvember 2002 | 27 – 206 | ||
Nokkrir karlkyns nemendur deyja úr oföldrun sem fær Clark, Pete og Chloe að rannsakamálið. Það kemur í ljós að stelpan Chrissy Parker hefur haldið æsku sinni áratugum saman með því að sjúga æskuna úr karlmönnum og nýi skólastjórinn er næsta fórnarlamb hennar. Lana kemst að því að maðurinn móðir hennar var með eitt sinn gæti verið líffræðilegur faðir hennar og biður Lex að rannsaka málið. William Clark, faðir Mörthu, kemur í heimsókn. - Titillinn er latneskt lýsingarorð og kemur frá sögninni reducere sem þýðir "að færa aftur" Höfundar: Garrett Lerner og Russell Friend, Leikstjóri: Chris Long | ||||
„Lineage“ | 5. nóvember 2002 | 28 – 207 | ||
Rachel Dunlevy kemur til Smallville og telu Clark vera son sinn Lucas, vegna þess að sama ættleiðingarþjónusta sem "gaf" Kent-hjónunum Clark, sá um ættleiðingu Lucasar. Jonathan segir Clark sannleikan um ættleiðinguna sem tengist samkomulagi við Lionel Luthor. Lana hittir Henry Small sem ku vera líffæðilegur faðir hennar - Titill þáttarins þýðir "Ætt" eða "Ættleggur" Saga: Alfred Gough og Miles Millar, Handrit: Kenneth Biller, Leikstjóri: Greg Beeman | ||||
„Ryan“ | 12. nóvember 2002 | 29 – 208 | ||
Ryan James er haldið föngnum af Dr. Lawrence Garner hjá Summerholt-stofnunni til að rannsaka hæfileika hans. Clark bjargar honum og Lex hjálpar Kent-hjónunum að fá umsjón yfir Ryan. Ryan segir Clark að hann sé með æxli í heilanum og á nokkra daga eftir ólifaða. Clark reynir hvað hann getur til að finna lækningu en Lex segir Clark að það besta sem hann geti gert fyrir Ryan er að vera hjá honum áður en hann. Chloe biður Lönu að flytja til sín svo hún þurfi ekki að fara til Metropolis með Nell. Höfundur: Philip Levens, Leikstjóri: Terrence O'Hara | ||||
„Dichotic“ | 19. nóvember 2002 | 30 – 209 | ||
Ian Randall er strákur sem getur skipt sér tvennt og nýtir sér þann hæfileika til að mætt í tvöfalt fleiri kennslustundir til að fá Luthor-háskólastyrkinn og farið á stefnumót með Lönu og Chloe á sama tíma. Þegar Clark kemst að þessu ákveður Ian eyða sönnunargögnunum með því að drepa Lönu og Chloe. Á meðan fellur Lex fyrir Dr. Hellen Bryce. - Titill þáttarins þýðir "Tvískiptur" Höfundur: Mark Verheiden, Leikstjóri: Craig Zisk | ||||
„Skinwalkers“ | 26. nóvember 2002 | 31 – 210 | ||
Clark uppgötvar gamlan indjánahelli í eigu Kawachi-ættbálksins og eru veggirnir þaktir sömu skrítnu táknum og voru í geimskipinu hans. Prófessor Willowbrook og frænka hans Kyla (sem Clark fellur fyrir) segja honum goðsögnina af Naman: forn guð sem átta koma með eldregni úr himnu og vera sterkari en tíu menn og skjóta eld úr augunum. Clark vill hjálpa þeim vernda hellana frá Lionel og LuthorCorp. - Titill þáttarins þýðir "húðgöngufólk" og vísar í nafn indjánaættbálksins Saga: Mark Warshaw, Handrit: Brian Peterson og Kelly Souders, Leikstjóri: Marita Grabiak | ||||
„Visage“ | 14. janúar 2003 | 32 – 211 | ||
Whitney kemur heim úr stríðinu með minnisleysi og vill hefja samband á ný með Lönu. Þegar Clark sér Whitney hegða sér undarlega kemst hann að því að þetta sé Tina Greer í dulargervi. - Titill þáttarins þýðir "Ásýnd" Höfundar: Todd Slavkin og Darren Swimmer, Leikstjóri: Bill Gereghty | ||||
„Insurgence“ | 21. janúar 2003 | 33 – 212 | ||
Lex ræður menn til að koma fyrir hlerunarbúnaði í skrifstofu Lionels. En allt breytist þegar þeir ákveða að ræna Lionel í staðinn og taka hann og Mörthu í gíslingu. Clark reynir komast inn í umkringdu LuthorCorp-bygginguna á meðan Martha kemst að því að Lionel er með átthyrnda diskinn að geimskipinu, skrá um Clark og tonn af loftsteinum í stangaformi. Lana hittir Jennifer Small, eiginkonu Henrys Small. - Titill þáttarins þýðir "Uppreisn" Höfundar: Kenneth Biller og Jeph Loeb, Leikstjóri: James Marshall | ||||
„Suspect“ | 28. janúar 2003 | 34 – 213 | ||
Lionel er skotinn og Jonathan liggur líklegastur undir grun. Clark grunar að einhver er að skella sökinni á Jonathan þegar hann kemst að því að Lex og aðstoðarmaður Lionels, Dominic Santori, höfði einnig gilda ástæðu til að drepa Lionel. - Titill þáttarins þýðir "maður sem er grunaður" Höfundar: Mark Verheiden og Philip Levens, Leikstjóri: Kenneth Biller | ||||
„Rush“ | 4. febrúar 2003 | 35 – 214 | ||
Pete og Chloe sýkjast af dularfullum sníkjudýrum í Kawachi-hellinum sem auka adrenalínið þeirra og breytir persónuleika þeirra. Þegar Clark reynir að stöðva þau notar Pete rauðan loftstein til að fá Clark skemmta sér með þeim. Lex ræður tungumála fræðinginn Dr. Frederick Walden til lesa úr táknunum í Kawachi-hellinum. - Titill þáttarins þýðir "Víma" Höfundar: Todd Slavkin og Darren Swimmer, Leikstjóri: Rick Rosethal | ||||
„Prodigal“ | 11. febrúar 2003 | 36 – 215 | ||
Lex finnur hálfbróður sinn Lucas og fer með hann á Luthor-setrið. Lucas sannfærir Lionel að reka Lex út og Lex neyðist að búa hjá Kent-hjónunum. En menn sem Lucas svindlaði á koma til Smallville til að drepa hann. Í ljós kemur að Lionel fékk sjónina aftur fyrir nokkrum mánuðum síðan. - Titill þáttarins þýðir "Hóflaus" Höfundar: Brian Peterson og Kelly Souders, Leikstjóri: Greg Beeman | ||||
„Fever“ | 18. febrúar 2003 | 37 – 216 | ||
Þegar Martha verður veik af dularfullum gróum verður að leita á öllu Kent-býlinu að rót gróanna. Clark veikist líka og Dr. Bryce tekur blóðprufu og kemst að því að Clark er ekki mannvera og að Martha sé ófrísk. Jonatha telur geimskip Clarks einu leiðina til að lækna Clark og Mörthu. Chloe ákveður segja Clark að hún sé enn ástfangin af honum. - Titill þáttarins þýðir "Sótthiti" Höfundur: Matthew Okamura, Leikstjóri: Bill Gereghy | ||||
„Rosetta“ | 25. febrúar 2003 | 38 – 217 | ||
Clark setur átthyrndadiskinn í dældina í Kawachi-hellinum og getur allt í einu lesið skrítnu táknin. Clark brennir óvart eitt táknið í hlöðuna og miljarðamæringur Dr. Swann hefur samband við hann. Clark hittir Swann og hann segir Clark að hann (Clark) heiti Kal-El og er frá plánetunni Krypton. Dr. Walden finnur diskinn og gerir það sama og Clark en endar í dái. - Frá og með þessum þætti eru loftsteinarnir kallaðir kryptonít - Titillinn er vísun í Rósettusteinin sem gerði fræðimönnum kleift að lesa egypska myndletrið Höfundar: Alfred Gough og Miles Millar, Leikstjóri: James Marshall | ||||
„Visitor“ | 15. apríl 2003 | 39 – 218 | ||
Nýr nemandi, Cyrus Krupp, byrjar í Smallville High og segist vera geimvera. Þegar Clark sér hann kveikja í vegg með því að stara á hann telur hann Cyrus vera líka frá Krypton. Clark leyfir Lönu að hýsa hestinn hans Whitneys á Kent-býlinu og Lex sýnir Hellen þráhyggjuherbergið sitt, sem tengist allt rannsóknum hans á Clark. - Titill þáttarins þýðir "Gestur" Höfundur: Philip Levens, Leikstjóri: Rick Rosenthal | ||||
„Precipice“ | 22. apríl 2003 | 40 – 219 | ||
Lana slasast næstum því þegar drukknir háskólastrákar ráðast hana og Clark ákærður fyrir líkamsárás upp á milljón dali fyrir að bjarga henni. Lex kennir Lönu sjálfsvörn sem þarf að ráða við ruglaðan fyrrverandi kærasta Hellenar. - Titill þáttarins þýðir "Þverhnípi" Höfundur: Clint Carpenter, Leikstjóri: Thomas J. Wright | ||||
„Witness“ | 29. apríl 2003 | 41 – 220 | ||
Clark verður af því þegar þjófar með ofurkafta (sem þeir með því að anda að sér kryptonítgufum) ræna LuthorCorp trukk. Clark kemst að því að forsprakki þjófahópsins er handboltahetja Smallville High, Eric Marsh. Clark segir lögreglunni nafnlaust frá en Eric veit að Clark kjaftaði. Lex losar hann og félaga hans svo þeir geti sagt honum hverju þeir stálu. Eric rústar skólablaðinu og ræðst á foreldra Clarks. Clark og Lex leggja gildru fyrir þá og Clark verður að nota hina eiginleika sína til að sigra Eric. Á meðan kemst Lana að því að Jennifer Small ætlar að skilja við Henry. Hún sannfærir Henry að verja meiri tíma með Jennifer. - Titill þáttarins þýðir "Vitni" Höfundur: Mark Verheiden, Leikstjóri: Rick Wallace | ||||
„Accelerate“ | 6. maí 2003 | 42 – 221 | ||
Lana telur sig sjá draug æskuvinkonu sinnar, Emily Dinsmore. Clark og Lana komast að því að því að faðir Emilyar lét klóna hana og notaði loftsteina svo hún mundi eldast hraðar. En Emily er andlega óstöðug og þegar hún kemst að því að hún dó reynir hún að drepa Lönu. - Titillinn þýðir "Flýtir" sem er vísun í kryptonítið sem var notað til að flýta fyrir vexti Emilyar. Saga: Todd Slavkin og Darren Swimmer, Handrit: Brian Peterson og Kelly Souders, Leikstjóri: James Marshall | ||||
„Calling (hluti 1)“ | 13. maí 2003 | 43 – 222 | ||
Clark heyrir rödd úr geimskipinu sem segir að dagurinn sé að koma. Clark og Lana byrja saman sem veldur Chloe ástarsorg. Lex stelur blóðsýni Clarks úr skrifstofu Hellenar og Dr. Walden vaknar úr dáinu og er sannfærður að Clark sé geimvera sem ætlar að ná yfir plánetuna. - Titill þáttarins þýðir "Köllun" Höfundur: Kenneth Biller, Leikstjóri: Terrence O'Hara | ||||
„Exodus (hluti 2)“ | 20. maí 2003 | 44 – 223 | ||
Röddin úr geimskipinu reynist vera gervgreindarútgáfa af líffræðilegum föður Clarks Jor-El hann vill að Clark yfirgefi Smallvill til að mæta örlögum sínum. Lex og Hellen fara í brúðkaupsferðina sína. Lionel býr til átthyrndan kryptonítlykil til að nota í Kawachi-hellinum. Clark stelur honum og nota hann til að eyða geimskipinu. Höggbylgjan veldur því að Martha missir barnið. Clark ákveður að yfirgefa Smallville og setur á sig rauða kryptoníthringinn. Chloe samþykkir boð Lionels um að fá starf hjá Daily Planet í staðinn fyrir að rannsaka Clark. Lex vaknar einn og yfirgefinn í flugvéllinni sem hrapar til jarðar... - Titill þáttarins þýðir "Brottför" Höfundar: Alfred Gough og Miles Millar, Leikstjóri: Greg Beeman | ||||