Smallville (10. þáttaröð)
Smallville eru bandarískir ofurhetjudramaþættir. Sýningar á 10. þáttaröðunni hófust þann 24. september 2010 og lauk þeim þann 13. maí 2011 með tvöföldum lokaþætti. Justin Hartley leikstýrir þættinum "Dominion". Tvöhundraðasti þátturinn var sýndur þann 15 október og með 215. þættinum sló Smallville Guinnessmet Stargate-þáttana um lengstu vísindaskáldskaparþætti. 10. þáttaröðin er lokaþáttaröð Smallville-þáttana.
Aðalleikarar
breyta- Tom Welling sem Clark Kent/The Blur/Ofurmennið, Clark Luthor/Ultraman
- Erica Durance sem Lois Lane
- Cassidy Freeman sem Tess Mercer
- Justin Hartley sem Oliver Queen/Green Arrow
- Allison Mack sem Chloe Sullivan/Watchtower (Lazarus, Icarus, Collateral, Beacon, Masquerade, Fortune, Finale Part 1 og Finale Part 2)
Gestaleikarar
breyta- Michael Rosenbaum sem Lex Luthor
- John Glover sem Lionel Luthor (frá Earth 2)
- John Schneider sem Jonathan Kent
- Annette O'Toole sem Martha Kent
- Alessandro Juliani sem Emil Hamilton læknir
- Terence Stamp sem rödd Jor-Els
- Ted Whittall sem Rick Flag
- Keri Lynn Pratt sem Cat Grant
- Lucas Grabeel sem Conner Kent/Alexander Luthor
- Michael Shanks sem Carter Hall/Hawkman
- Alaina Huffman sem Dinah Lance/Black Canary
- Michael Hogan sem Slade Wilson/Deathstroke
- Christine Willes sem Granny Goodness
- Michael Daingerfield sem Gordon Godfrey
- Steve Byers sem Desaad
- Laura Vandervoort sem Kara Zor-El/Kara Kent
- Evan C. Schulte sem Jeff Hage
- Jakob Davies, Connor Stanhope sem Alexander Luthor (6 ára, 13 ára)
- Teri Hatcher sem Ella Lane
- Julian Sands sem Jor-El
- Helen Slater sem Lara-El
- James Marsters sem Braniac 5
- Callum Blue sem Zod hershöfðingi
- Michael Ironside sem Sam Lane hershöfðingi
- Peyton List sem Lucy Lane
- Alan Ritchson sem Arthur 'A.C.' Curry/Aquaman
- Elena Satine sem Mera
- Mackenzie Gray sem Lex Luthor klón
- Lindsay Hartley sem Mad Harriet
- Britt Irvin sem Courtney Whitmore/Stargirl
- Eric Martsolf sem Michael Jon Carter/Booster Gold
- Jaren Brandt Bartlett sem Jamie Reyes/Blue Beetle
- Chris Gauthier sem Toyman
- Jessica Parker Kennedy sem Bette Sans Souci/Plastique
- Bradly Stryker sem Deadshot
- Chad Donella sem Greg Arkin
- Hundurinn Bud sem Shelby
Þættir
breytaTitill | Sýnt í U.S.A. | # | ||
---|---|---|---|---|
„Lazarus“ | 24. september 2010 | 197 – 1001 | ||
Lois finnur lík Clarks á götunni og fjarlægir bláa kryptóníthnífinn úr kvið hans og hann lifnar við. Chloe setur á sig hjálm Dr. Fates til að finna Oliver sem er pyntaður af Rick Flagg. Tess vaknar lifandi á Cadmus-rannsóknarstofunni og kemst að því að Lex hafði klónaði sig. Einn klóninn (sem er aldraður) sleppur og rænir Lois. Tess finnur yngri klón af Lex sem heitir Alexander og fer með hann á Luthor-setrið. - Titillinn þýðir "Lasarus" sem er persóna úr Biblíunni sem reis upp frá dauðum eins og Clark og Tess Höfundar: Holly Henderson og Don Whitehead, Leikstjóri: Kevin Fair | ||||
„Shield“ | 1. október 2010 | 198 – 1002 | ||
Í Egyptalandi hittir Lois Carter Hall (Hawkman) og ræðir við hann um samband sitt við Clark. Clark þarf á meðan að vinna með hinni pirrandi og leiðinlegu Cat Grant í staðinn sem hatar hetjur eins og The Blur og endar sem skotmark skúrksins Deadshot. Oliver reynir að finna Chloe og hún kemst að því að hún gerði upp dauða sinn til að sleppa frá Rick Flag. - Titillinn þýðir "Skjöldur" sem visar til að Clark þurfi að vera skjöldur Cat Grant Höfundur: Jordan Hawley, Leikstjóri: Glen Winter | ||||
„Supergirl“ | 8. október 2010 | 199 – 1003 | ||
Kara kemur aftur til jarðar til að mæta illskunni sem hefur komið vegna þess að Jor-El telur Clark ekki tilbúinn til þess. Lois kemur aftur frá Afríku og þarf að kljást við útvarpsþulinn Gordon Godfrey sem hatar hetjur og ætlar að koma upp um að Oliver sé Green Arrow. Í ljós kemur að Godfrey er andsetinn af Darkseid og handsamar Lois til að lokka Clark. - Titillinn þýðir "Ofurstúlkan" sem er dulnefni Köru í myndasögunum Höfundur: Anne Cofell Saunders, Leikstjóri: Mairzee Almas | ||||
„Homecoming“ | 15. október 2010 | 200 – 1004 | ||
Í tvöhundraðasta þættinum fær Lois Clark til að fara á fimm ára útskriftarafmælið þeirra hjá Smallville High School en verður fúl þegar enginn man eftir henni þrátt fyrir að hafa mætt fimm daga. Brainiac 5 kemur frá framtíðinni og sýnir Clark fortíðina, nútíðina og framtíðina svo að hann geti sagt skilið við efasemdir sínar. - Titillinn þýðir "Heimkoma", "Afturhvarf" eða "Endurkoma" Höfundar: Brian Peterson og Kelly Souders, Leikstjóri: Jeannot Szwarc | ||||
„Isis“ | 22. október 2010 | 201 – 1005 | ||
Oliver heldur sýningu á egypskum fornmunum en safnstýran segir honum að það vantar hálsfesti Ísisar. Í ljós kemur að Lois setti óvart hálsfestina í veskið sitt þegar hún var í Egyptlandi en hálsfestin fær anda gyðjunnar að andsetja Lois. Hún ætlar endurlífga sönnu ást sína Ósíris en það gæti valdið heljarinnar heimsendi. Meðan Ísis stjórnar Lois er hún með ofurkrafta og Cat Grant telur Lois vera The Blur. Clark, Oliver og Tess reyna að bjarga Lois og eyða sönnununum sem Cat er með. Höfundur: Genevieve Sparling, Leikstjóri: James Marshall | ||||
„Harvest“ | 29. október 2010 | 202 – 1006 | ||
Lois og Clark eru á keyra um í sveitinni til að rannsaka frétt og á leiðinni segir Clark Lois allt um Krypton. Þegar tvö dekk hjá þeim springa eru þau handsömuð af skrítnum þorpsbúum sem nota blátt kryptonít á uppskerurnar sínar en það sviptir Clark einnig ofurkröftum sínum. Á meðan reynir Tess að finna lækningu fyrir Alexander sem er allt í einu orðinn tólf ára og farinn að hegða sér óhugnalega eins og Lex. - Titillinn þýðir "Uppskera" Höfundar: Al Septien og Turi Meyer, Leikstjóri: Turi Meyer | ||||
„Ambush“ | 5. nóvember 2010 | 203 – 1007 | ||
Sam Lane hershöfðingi, faðir Loisar, og Lucy, systir hennar, koma í heimsókn til Loisar og Clarks yfir þakkargjörðina. Sam Lane er á móti hetjum eins og The Blur sem gerir samband hans og Clarks erfitt. Rick Flagg og The Suicide Squad ætla að myrða hershöfðingjan til að koma í veg fyrir að ofurhetjuskráningarlögin verði samþykkt. Á meðan kemst Tess að því að Oliver og Clark eru merktir með The Suicide Squad-rekibúnaði. Lois á erfitt með að standa hershöfðingjanum birginn varðandi skoðun hennar á ofurhetjum og hershöfðinginn yfirheyrir Clark til að kanna hvað hann sé að fela. Í endanum eru skráningarlögin samþykkt og Rick Flagg og The Suicide Squad lýsa yfir stríði við ríkisstjórnina. - Titillinn þýðir "Umsátur" Höfundar: Don Whitehead og Holly Henderson, Leikstjóri: Christopher Petry | ||||
„Abandoned“ | 12. nóvember 2010 | 204 – 1008 | ||
Lois finnur gömul myndbönd af móður sinni Ellu Lane. Myndböndin sannfæra Lois um að hún þurfi að laga samband Clarks og Jor-Els og heldur svo til Einveruvirkisins. Tess dreymir um að hún hafi verið á barnaheimili í æsku og fær Clark að hjálpa sér að finna það. Heimilið er rekið af Granny Goodness, sem vinnur fyrir Darkseid. Hún fær til sín litlar stelpur og eyðir minningum þeirra og gerir þær að miskunarlausunum stríðsköppum, Female Furies. Granny Goodness læsir Tess inn í herbergi svo hún geti fengið hana aftur. Á meðan berst Clark við Mad Harriet, meðlim Female Furies. - Titillinn þýðir "Yfirgefin" Höfundar: Drew Landis og Julia Swift, Leikstjóri: Kevin Fair | ||||
„Patriot“ | 19. nóvember 2010 | 205 – 1009 | ||
Eftir að Suicide Squad sprengir skrifstofur OSL (Ofurhetjuskráningarlög) er ofurhetjum kennt um og ræður forsetinn Slade Wilson hershöfðingja til að sjá um OSL. Á meðan eru Arthur "A.C." Curry (Aquaman) og konan hans Mera að sprengja olíuborpalla. Clark íhugar að skrá sig en Oliver gerir það til að sjá hvað verður gert við hann. Slade Wilson stingur honum í neðanjarðafangaklefa og pyntar hann. Clark fær A.C. og Meru að hjálpa sér. Lois er ósátt að Clark leyfi henni ekki að hjálpa ofurhetjuteyminu. Eftir að Clark, A.C. og Mera bjarga Oliver, uppgötvar Clark að Wilson er merktur með marki Darkseid. Í lokin segir Clark teyminu og Lois frá Darkseid og hvað hann hefur í hyggju. - Titillinn þýðir "Föðurlandsvinur" Höfundur: John Chisholm, Leikstjóri: Tom Welling | ||||
„Luthor“ | 3. desember 2010 | 206 – 1010 | ||
Tess erfir kryptonska öskju frá Lionel. Clark skoðar Cadmus-rannsóknarstofuna og kemst að Tess tók einn Lex-klóninn með sér. Í reiðiskasti skoðar Clark öskjuna sem flytur hann í annan heim. Í þessum heimi (Earth 2) fann Lionel Clark en ekki Kent-hjónin og Clark Luthor er illmennið Ultraman og drap Lex. Lois og Oliver eru trúlofuð og hata Clark Luthor. Clark verður að komast aftur til síns heims án þess að Lionel gruni eitthvað en á meðan eru Clark Luthor/Ultraman laus í heimi Clarks. Höfundur: Bryan Miller, Leikstjóri: Kelly Souders | ||||
„Icarus“ | 10. desember 2010 | 207 – 1011 | ||
Clark biður Lois að giftast sér og OSL eru í fullu gildi. Eftir trúlofunarveisluna, þar sem Carter Hall og Courtney Whitmore mæta sem gestir, ræðst múgur af fólki á Oliver fyrir að vera ofurhetja. Clark, Oliver og Carter komast að því að Slade er á lífi og ákveða að fara í felur. Slade lætur handsama Lois, Tess og Dr. Emil Hamilton til að finna Clark. - Titillinn þýðir "Íkaros" og er vísun í Íkaros sem bjó til vængi en hrapaði þegar hann flaug of nálægt sólinni. Slade nefnir áætlun sína til að ná Clark Operation Icarus og vísar í fall Clarks. Það kveiknar einnig í vængjum Hawkmans. Höfundur: Genevieve Sparling, Leikstjóri: Mairzee Almas | ||||
Collateral | 4. febrúar 2011 | 208 – 1012 | ||
Ofurhetjuteymið var fangað af OSL-hermönnum við jaraðarför Carters Hall og er haldið í sýndarveruleikaheimi (eins og í The Matrix) þar sem þau hafa enga ofurkrafta til að OSL-liðið geti lært að stjórna þeim. Chloe snýr aftur og fær Suicide Squad að vinna með sér til að ná Clark, Oliver, Dinuh og Lois aftur en þau eiga erfitt með að treysta henni. - Titillinn þýðir "Hliðargrein", "Aukagrein", "Samhliða" eða "Ábyrgð" (ekki er ljóst enn hvað titillinn vísar í) Höfundur: Jordan Hawley, Leikstjóri: Morgan Beggs | ||||
Beacon | 11. febrúar 2011 | 209 – 1013 | ||
Martha Kent heldur samkomu til stuðnings ofurhetjana en verður skotin. Clark og Oliver komast að því að Alexander Luthor var skyttan og ætlaði að skjóta Clark með kryptonítkúlu (hann hafði búist við því að Clark myndi hlaupa fyrir kúluna). Lionel Luthor frá Earth 2 komst til þessa heims og tekur aftur LuthorCorp frá Tess og Oliver og fær Alexander í lið með sér. Chloe og Lois sýna Clark að það er fólk sem er The Blur þakklátt og Ofurhetjuskráningarlögin eru felld niður. - Titillinn þýðir "Leiðarljós" eða "Viti" Höfundur: Don Whitehead og Holly Henderson , Leikstjóri: Michael Rohl | ||||
Masquerade | 18. febrúar 2011 | 210 – 1014 | ||
Skósveinar Desaads telja Chloe og Oliver vera alríkislögreglumenn sem eru að rannsaka morð tengd honum og ræna þeim. Lois segir Clark að hann þurfi að klæðast dulargervi í hversdagslífinu. - Titillinn þýðir "Grímuball", "Grímubúningur" eða "Yfirvarp" Höfundur: Bryan Miller, Leikstjóri: Tim Scanlan | ||||
Fortune | 25. febrúar 2011 | 211 – 1015 | ||
Lois og Clark halda upp á gæsa-/steggjateitin sín með Tess, Oliver, Chloe og Emil Hamilton en drekka galdrakampavín sem Zatanna sendi og muna ekkert þegar þau vakna. Clark og Chloe vakna og telja sig vera gift (hún er í brúðarkjól og þau eru bæði með svipaða hringi). Lois uppgötvar að hún hefur týnt trúlofunarhringnum sínum og fær Oliver að hjálpa sér að finna hann á Fortune-spilavítinu. Amos Fortune, eigandi Fortune-spilavítisins lætur ræna Emil því hann telur hann hafa stolið brynvörðum bíl frá spilavítinu sínu. Höfundur: Anne Cofell Saunders, Leikstjóri: Christopher Petry | ||||
Scion | 4. mars 2011 | 212 – 1016 | ||
Tess segir Clark að Alexander Luthor er klón af Lex og Clark og hefur öðlast kryptonska ofurkrafta og heitir nú Conner. Hún biður Clark að vernda hann frá Lionel. Á meðan reyna Tess og Lois að finna sönnun fyrir því að Lionel sé frá öðrum heimi svo hann missi stjórn yfir LuthorCorp. Lionel finnur Conner setur á hann rauðkryptonítshring og Conner þarf að velja hvort hann sé meðlimur af Luthor-fjölskyldunni eða Kent-fjölskydunni. - Titillinn þýðir "Afkomandi" eða "Erfingi" Höfundar: Al Septien og Turi Meyer, Leikstjóri: Al Septien | ||||
Kent | 22. apríl 2011 | 213 – 1017 | ||
Clark Luthor tekst að komast aftur til þessa heims og sendir Clark til Earth-2 þar sem að allir vilja drepa Clark Luthor fyrir að hafa myrt Oliver Queen, þar á meðal Jonathan Kent. Höfundar: Brian Peterson og Kelly Souders, Leikstjóri: Jeannot Szwarc | ||||
Booster | 15. apríl 2011 | 214 – 1018 | ||
Ofurhetjan Booster Gold kemur úr framtíðinni til þess að verða frægara ofurhetja en Clark. Á meðan reynir Lois að hjálpa unglingspiltinum Jaime Reyes. Höfundur: Geoff Johns, Leikstjóri: Tom Welling | ||||
Dominion | 29. apríl 2011 | 215 – 1019 | ||
Þegar Clark uppgötvar að Slade Wilson hefur sloppið úr Phantom Zone-fangelsinu, fara hann og Oliver þangað til að kanna hver sleppti honum. Í Phantom Zone finna þeir að fangarnir tilbiðja nýjan leiðtoga: Zod hershöfðingja. - Titillinn þýðir "Yfirráð" eða "Einveldi" Höfundur: John Chisholm, Leikstjóri: Justin Hartley | ||||
Prophecy | 6. maí 2011 | 216 – 1020 | ||
Þegar Lois og Clark fara til Einveruvirkisins til að biðja Jor-El um blessun sína, gefur Jor-El Lois ofurkrafta Clarks og notar hún þá til að berjast við Toyman. Oliver og Kara vinna saman til að finna boga Óríons, sem getur drepið Darkseid. - Titillinn þýðir "Spádómur" Höfundar: Bryan Miller og Anne Cofell Saunders, Leikstjóri: Mike Rohl | ||||
Finale (fyrri hluti) | 13. maí 2011 | 217 – 1021 | ||
Lois er enn staðráðin að giftast ekki Clark þannig að Chloe sýnir henni hversu mikilvæg hún er fyrir Clark. Martha er ósátt að Clark hefur selt Kent-býlið og hefur skilið við fortíð sína í Smallville. Granny Goodness, Desaad og Glorious Godfrey afhenda Oliver gullkryptonít hring til að fjarlægja ofurkrafta Clarks endanlega. Tess kemst að því að heimapláneta Darkseids, Apokolips, er á leiðinni til Jarðar en henni er rænt áður en hún getur varað alla við. - Titillinn þýðir "Lokaþáttur" eða "Lokaverk" og endurspeglar titil fyrsta þáttarins "Pilot" Höfundar: Al Septien og Turi Meyer, Leikstjóri: Kevin Fair | ||||
Finale (seinni hluti) | 13. maí 2011 | 218 – 1022 | ||
Eftir að Clark tekst að bjarga Oliver frá stjórn Darkseids, reynir hann að stöðva Darkseid. Tess vaknar í rannsóknarstofu þar sem Lionel ætlar rífa úr henni hjartað til að lífga Lex við. Hún sleppur og skýtur hann. Við dauðans dyr, gerir hann samkomulag við Darkseid, skiptir sálu sinni fyrir líf Lex. Oliver reynir að stöðva Granny, Desaad og Godfrey og Lois laumast um borð í forsetaflugvélina til að vara forsetann við Apokolips vegna þess að þeir ætla skjóta hana niður með kjarnorkuvopnum sem gæti valdið geislamengunn sem gæti drepið þriðjung mannkynsins og biður þá að treysta á The Blurr. Clark virkir Einveruvirkið og gerist Ofurmennið til að stöðva Apokolips. - Lokaþáttur Smallville. Höfundar: Kelly Souders og Brian Peterson, Leikstjóri: Greg Beeman |