Smáskammtalækningar

Smáskammtalækningar, hómópatía eða samveikislækningar[1] eru óhefðbundnar lækningar sem byggja á þeirri kenningu að lækna megi sjúkdóma með því að þynna efni sem eiga að verka gegn kvillum. Við hverja þynningu efnanna á styrkur þeirra að magnast og virknin að aukast. Uppruna smáskammtalækninga má rekja til 18. aldar þegar þýski læknirinn Samuel Hahnemann setti fram kenningu um þær.

Upphafsmaður smáskammtalækninga Samuel Hahnemann árið 1841.
Smáskammtamixtúra úr brennimjólk

Smáskammtalækningar hófust á Íslandi um miðja 19. öld og lög um smáskammtalækningar voru samþykkt á Alþingi 19. júlí 1879[2].

Rannsóknir á smáskammtalækningum sýna að þær hafa ekki meiri áhrif en lyfleysa og að útþynnta lausnin er vatnslausn. Læknar mæla ekki með aðferðinni.[3]

Heimild breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Homeopathy“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. april 2018.

Tilvísanir breyta

  1. islendingum, nokkrum (1857). ny felagsrit gefin ut.
  2. Alþingistíðindi (PDF). Alþingi. 1879. bls. 155.
  3. Hefur verið sannað vísindalega að smáskammtalyf virki? Vísindavefurinn, skoðað 21. febrúar 2019.