Smáskammtalækningar
Smáskammtalækningar, hómópatía eða samveikislækningar[1] eru óhefðbundnar lækningar sem byggja á þeirri kenningu að lækna megi sjúkdóma með því að þynna efni sem eiga að verka gegn kvillum. Við hverja þynningu efnanna á styrkur þeirra að magnast og virknin að aukast. Uppruna smáskammtalækninga má rekja til 18. aldar þegar þýski læknirinn Samuel Hahnemann setti fram kenningu um þær.
Smáskammtalækningar hófust á Íslandi um miðja 19. öld og lög um smáskammtalækningar voru samþykkt á Alþingi 19. júlí 1879[2].
Rannsóknir á smáskammtalækningum sýna að þær hafa ekki meiri áhrif en lyfleysa og að útþynnta lausnin er vatnslausn. Læknar mæla ekki með aðferðinni.[3]
Heimild
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Homeopathy“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. april 2018.
Tilvísanir
breyta- ↑ islendingum, nokkrum (1857). ny felagsrit gefin ut.
- ↑ Alþingistíðindi (PDF). Alþingi. 1879. bls. 155.
- ↑ Hefur verið sannað vísindalega að smáskammtalyf virki? Vísindavefurinn, skoðað 21. febrúar 2019.