Slough er borg í Berkshire í Englandi um 34 km vestan við London og 32 km norðaustan við Reading. Borgin var áður hluti af Buckinghamshire. Þjóðvegurinn A4 og járnbrautarlínan Great Western Main Line liggja í gegnum borgina. Borgin er mesta fjölmenningarborg Bretlands og jafnframt með hæst hlutfall félaga í trúfélögum. Í Slough er stærsta iðnaðarsvæði Bretlands í einkaeigu, Slough Trading Estate, þar sem um 400 fyrirtæki eru staðsett. Borgin nýtur nálægðar við Heathrow-flugvöll. Íbúar eru um 161 þúsund (2011).

Verslunarmiðstöð í miðborg Slough.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.