Sleikipinni, sleikjó og sleikibrjóstsykur og sjaldnar sleikjubrjóstsykur er tegund sælgætis sem er búin til úr sykri, vatni, litarefnum og fleiru. Sykurleðjan er svo mótuð í form, oft kúlu, og fest á pinna. Pinninn sem sykurleðjan er fest á er oft úr þéttum hvítum pappír en dýrari sleikipinnar eru oft settir á mjó tréprik eða plastprik.

Hjartalaga sleikipinni í umbúðum

Tenglar

breyta
  • „Hvaðan kemur orðið „brjóstsykur" og af hverju er svoleiðis sælgæti kennt við brjóst?“. Vísindavefurinn.
   Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.