Sleikipinni
(Endurbeint frá Sleikibrjóstsykur)
Sleikipinni, sleikjó og sleikibrjóstsykur og sjaldnar sleikjubrjóstsykur er tegund sælgætis sem er búin til úr sykri, vatni, litarefnum og fleiru. Sykurleðjan er svo mótuð í form, oft kúlu, og fest á pinna. Pinninn sem sykurleðjan er fest á er oft úr þéttum hvítum pappír en dýrari sleikipinnar eru oft settir á mjó tréprik eða plastprik.