Slétt tala
Slétt tala er tala, sem talan tveir gengur upp í, þ.e. deiling með tölunni „2“ gefur enga leif. Deiling með tveimur í núll gefur enga leif og núll telst því slétt tala. Allar tölur, þar sem síðasti tölustafur er slétt tala, eru sléttar tölur. Hinar tölurnar nefnast oddatölur.
Talnamengi sléttra talna er mengi talnanna 2n, þar sem n er heiltala.