Skyndikaffi er drykkur sem unninn er úr kaffibaunum. Við framleiðslu þess eru baunirnar brenndar og malaðar líkt og um venjulegt kaffi væri að ræða en síðan er ýmsum aðferðum beitt til þess að þurrka það og mala niður í fínna duft sem selt er til neytenda. Þegar duftið er sett í heitt vatn leysist það upp og til verður drykkur sem líkist venjulegu kaffi en þykir almennt ekki sambærilegur að gæðum.

Skyndikaffi

Skyndikaffi hefur þann kost að fljótlegt og einfalt er að laga það. Þar að auki er geymslutími þess langur miðað við venjulegt kaffi og minna magn (bæði hvað varðar þyngd og rúmmál) þarf af skyndikaffi til að laga sama magn af drykk heldur en þegar um hefðbundið kaffi er að ræða.

Neskaffi er algeng tegund skyndikaffis á Íslandi, en heitið er stundum notað almennt um skyndikaffi.