Skriða í Svarfaðardal

Skriða í Svarfaðardal er austan megin ár, í hlíðinni fyrir ofan bæinn Gröf. Skriðurunnar hlíðar Vallafjalls eru ofan bæjar, Messuhnjúkur og Rimar. Þarna var fyrst byggt árið 1896 og búið til 1929 að jörðin fór í eyði. Nú er risið sumarhús þar í grennd sem bærinn stóð áður. Skriða er fæðingastaður Hugrúnar skáldkonu (Filippíu Kristjánsdóttur), sem samdi meðal annars kvæðið Svarfaðardalur sem Svarfdælingar hafa gert að héraðssöng sínum við lag Pálma Eyjólfssonar. Skriða er nú í landi Grafar sem er í eigu Helga Valdimarssonar sonar Hugrúnar og Guðrúnar Agnarsdóttur.