Skrúfublað (fræðiheiti: Crassula falcata) er þykkblöðungur í ættkvísl eilífðarlaufa. Það er upprunnið í austanverðri Suður-Afríku. Skrúfublað er vinsæl inniplanta.[1]

Skrúfublað

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
(óraðað): Dulfrævingar (Angiospermae)
Ættbálkur: Saxifragales
Ætt: Crassulaceae
Ættkvísl: Eilífðarlauf (Crassula)
Tegund:
C. falcata

Tvínefni
Crassula falcata
J.C. Wendl.
Samheiti
  • Crassula perfoliata var. minor
  • Crassula perfoliata var. falcata

Leggur skrúfublaðs er holdugur. Blöðin eru gráleit, þykk og um það bil 10 cm löng. Þau vaxa tvö og tvö saman út frá leggnum og minna því á skipsskrúfu. Skrúfublað blómstrar stundum. Blómin eru rauð og opnast á sumrin.[1]

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 Maja-Lisa Furusjö (1986). Plöntur með þykk blöð. Bókaútgáfan Vaka. bls. 17.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.