Skothúsvegur er gata í Reykjavík sem liggur frá Suðurgötu yfir TjörninaLaufásvegi. Nafn hennar er dregið af Skothúsi því sem Skotfélag Reykjavíkur lét reisa uppúr 1867, en það stóð þar sem nú er Suðurgata 35.

Árið 1911 var hafist handa við þverun Tjarnarinnar með lengingu Skothúsvegar. Var það gert með uppfyllingu sem einkum samanstóð af sorpi frá bæjarbúum. Skothúsvegur var fullgerður um 1920. Árið 2018 taldist aðeins eitt hús til götunnar, Skothúsvegur 15.