Skotbolti er útileikur fyrir hóp, með sömu reglum og Sto.

Þátttakendur safnast saman á ákveðnu svæði sem er tilgreint sem völlur, fyrst hópast allir saman á miðjan völlinn og einn kastar boltanum upp í loftið í miðjum hópnum. Sá sem nær að grípa boltann fær að skjóta fyrstur. Sá sem hefur boltann reynir að hitta aðra þátttakendur með honum. Sá sem fær boltann í sig er úr og þarf að sitja hjá þar til næsta umferð byrjar. Ef hann hins vegar grípur boltann er sá sem kastaði úr leik og þarf að sitja hjá. Þegar einn stendur eftir hefur hann unnið leikinn og hægt er að hefja nýjan leik.[1]

Áhöld sem þarf til leiksins: Brennibolti eða annar bolti sem fer vel í hönd.

Sjá einnig

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Arnardóttir 1986-, Arna Margrét (2020-05). Patreksskóli : nýting skólalóðar - afþreying nemenda (Thesis thesis).