Skotalykill
Skotalykill (fræðiheiti Primula scotica) er blóm af ættkvísl lykla sem var fyrst lýst af William Jackson Hooker.
Skotalykill | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Primula scotica
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Primula scotica Hooker | ||||||||||||||
Útbreiðsla Skotalykils
| ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Aleuritia scotica (Hook.) J. Sojak |
Lýsing
breytaBlöðin eru 1-5 sm löng og 0,4-1.5 sm breið, oddbaugótt, aflöng eða spaðalaga, heilrend eða gistennt, bogtennt, oftast mikið mélug á neðra borði. Blómstönglar um 4 sm. Blómskipunin 1-6 blóma. Krónublöð 5-8 mm, dökkpurpuralit með gult gin, sjaldan hvít, flipar öfug-hjartalaga, djúpsýld.[1] Litningafjöldi er 2n = 54
Útbreiðsla og búsvæði
breytaSkotalykill vex eingöngu á norðurströnd Skotlands, til dæmis á en:SutherlandSutherland, Caithness og Orkneyjum. Hann er skyldastur Dofralykli (P. scandinavica) sem vex í Skandinavíu og fjarskyldari norðurslóða tegundinni Maríulykli (P. stricta).[2] Á Orkneyjum finnst hann helst í sjávarhömrum við Yesnaby.
Ræktun
breytaSkotalykill myndar auðveldlega fræ í heimalandinu, svo auðvelt ætti vera að fá það í gegn um Prímúluklúbba[3]. Skammlíf hérlendis.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Lystigarður Akureyrar; http://lystigardur.akureyri.is/default.aspx?modID=16&pId=2212&fl=2 Geymt 13 ágúst 2020 í Wayback Machine
- ↑ Bullard, E.R.; Shearer, H.D.H.; Day, J.D.; Crawford, R.M.M. (1987). „survival and flowering of Primula scotica Hook“. Journal of Ecology. 75: 589–602.
- ↑ Jack Wemyss-Cooke. Primulas, Old and new. David & Charles. bls. 120. ISBN 0-7153-8731-6.
Ytri tenglar
breyta- Armeniapedia: Medicinal Uses of Primula
- American Primrose Society
- http://www.primulaworld.blogspot.is/
- T.G. Tutin, T.G. Tutin et al. (Hrsg.): . Diapensiaceae to Myoporaceae. 1. Auflage. Vol. 3, Cambridge University Press, Cambridge 2010, ISBN 9780521153683, CXXXV. Primulaceae, S. 17 (Primula scotica).