Skordýrafræði
Skordýrafræði er undirgrein líffræðinnar sem fæst við rannsóknir á skordýrum. Þeir sem leggja stund á greinina kallast skordýrafræðingar.
Skordýr hafa mikið að segja gagnvart manninum í sambandi við landbúnað og í raun allt daglegt líf og er skordýrafræðin því mikilvægt fag innan líffræðinnar. Bæði eru skoðuð skordýr sem eru manninum skaðleg óbeint og beint, og svo aftur skordýr sem hann nýtir á ýmsan máta, svo sem silkiorma og hunangsflugur.