Skjávarp er stafræn upptaka af því sem gerist á tölvuskjá, gjarnan með tali, þar sem fyrirlesari/kennari lýsir því sem gerist. Á meðan skjámynd (e. screenshot) er mynd af skjá tölvunotanda þá er skjávarp kvikmynd af því sem tölvunotandi sér á skjánum. Enska orðið (e. screencast) er frá árinu 2004 en hugbúnaður til stafrænnar upptöku af tölvuskjám hefur þó verið framleiddur allt frá 1993, t.d. Lotus ScreenCam. Í byrjun var slíkur búnaður þannig að erfitt var lagfæra upptöku eftir á og upptakan var í afar stórum skrám.

Notkun

breyta

Skjávarp er oft notað til sýnikennslu í hvernig ýmiss konar tölvuhugbúnaður virkar og til að kenna námsefni í fjarnámi og við aðstæður, þar sem nemandinn er hvorki á sama stað né sama tíma og kennarinn/fyrirlesarinn.

Notkun á Íslandi

breyta

Skjávarp hefur verið notað frá árinu 2004 í ákveðnum námskeiðum í upplýsingatækni við Kennaraháskóla Íslands og nemendur í upplýsingatækni læra að búa til skjávarp. Í Háskólanum í Reykjavík tíðkast að taka upp fyrirlestra með skjávarpshugbúnaði (Camtasia) og geta nemendur sem skráðir eru í námskeið hlýtt á netupptökur af fyrirlestri eftir að hann hefur verið haldinn.

Dæmi um íslenskt skjávarp

breyta

Heimildir og ítarefni

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Screencast“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 2. október 2006.