Skömmtun
Skömmtun er miðstýrð dreifing á vörum og þjónustu sem takmarkar það hversu mikið fólk má kaupa. Skömmtun stjórnar stærð skammtsins sem fyrirtæki, einstaklingi eða fjölskyldu er ætlað að fá á tilteknum tíma. Skömmtun er yfirleitt tekin upp vegna þess að upp hefur komið vöruskortur á tilteknum nauðsynjavörum (t.d. vegna stríðs) eða gjaldeyrisskortur þar sem greitt er fyrir vöruna í erlendum gjaldeyri sem skortur er á. Skömmtun getur einnig verið form neyslustýringar til að takmarka neyslu áfengra drykkja og tóbaks til dæmis. Skömmtun fer stundum þannig fram að miðstjórnarvaldið (t.d. ríkið) gefur út skömmtunarmiða eða skömmtunarbækur sem tilgreina þann fjölda skammta sem hver og einn má taka út af tilteknum vörum.