Skögultennur

(Endurbeint frá Skögultönn)

Skögultennur eru aflangar, stöðugt vaxandi framtennur sem skaga út úr munni ýmsra spendýrategunda, oftast í pörum. Skögultennur eru oftast vígtennur, til dæmis hjá vörtusvínum, rostungum og svínum, eða langar framtennur eins og hjá fílum. Oftast hafa bæði kynin með slíkar tennur þó tennur karldýranna séu venjulega stærri. Skögultennur eru venjulega bogadregnar og vaxa í pari. Undantekningin er hin eina geysilega langa tönn náhvalsins sem gengur beint útfrá höfði hans í gegnum efri vörina. Yfirborð tannar nákvalsins hefur spírallaga skoru sem snýst til vinstri. Skögultennurnar vaxa allt líf dýranna frá rótum tannarinnar. Fílar hafa yfirleitt stærstu tennurnar og heimildir eru um að fílabein sem hafa vegið yfir 200 kg, en nútíma fílar hafa sjaldan tennur sem vega meira en 100 kg. [1]

Skögultennur Asíufíls

Hlutverk

breyta

Skögultennurnar gegna mismunandi hlutverkum eftir dýrategundum. Oftast virðast þær hafa þýðingu í samkeppni um yfirráð, sérstaklega fyrir karldýr og þær notaðar til að verja sig gegn óvinum eða til að berjast hver við annan um svæði eða kvendýr. Fílar nota líka tennurnar til að grafa eða bora með. Rostungar nota tennurnar til að draga sig upp á ísinn. Hjá náhvölum eru aðeins karldýrin með skögultennur, sem gefur til kynna að það sé aukakyneinkenni. [2]

Nýting

breyta

Skögultennur fíla eru notaðar í skartgripi og ýmsa list- og nytjahluti. Þær hafa einnig verið notaðar í nótnaborð á píanóum og flyglum. Áður fyrr voru rostungstennur á sama hátt notaðar í ýmsa skrautmuni og voru einn aðalútflutningur hinna norrænu Grænlendinga. Viðskipti með fílabein hafa verið settar miklar skorður með samningi Sameinuðu þjóðanna gegn verslun með dýrategundir í útrýmingarhættu[3].

Gallerí

breyta

Heimild

breyta