Skópas
Skópas var forngrískur myndhöggvari sem var uppi á 4. öld f.Kr. Skópas var einnig arkitekt. Hann vann einkum úr marmara og þykir afburða túlkandi tilfinninga. Hann stjórnaði endurbyggingu Aþenuhofsins í Tegeu og tók þátt í að prýða Másoleion í Halikarnassos með höggmyndum. Rómverskar eftirlíkingar af mörgum verka hans hafa varðveist.