Skófla
Skófla er handverkfæri með skafti á öðrum enda og flötu eða hvelfdu járnblaði á hinum, notuð til moksturs eða til að stinga upp jarðveg, grafa upp fornleifar eða jarða lík[1]. Einnig eru vélskóflur á ýmsum vinnuvélum eins og skurðgröfum. Skófla er aldagamalt verkfæri, líklegast frá steinöld.
Þegar Þjóðverjar voru að byggja upp her sinn, í aðdraganda seinni heimstyrjaldarinnar, létu þeir hermenn sína bera skóflur í stað byssa, en samkvæmt uppgjafarsamkomulaginu eftir fyrri heimstyrjöldina máttu Þjóðverjar ekki stofna her. Það var því táknræn athöfn að láta hermennina bera skóflur í stað byssa.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Ordasafn“. Fornleifastofnun Íslands. Sótt 27. júlí 2012.[óvirkur tengill]