Skátafélagið Garðbúar
Skátafélagið Garðbúar er skátafélag í Fossvogi, Reykjavík. Skátafélagið var stofnað 29. mars, 1969.[1] Skátafélagið býður upp á skátastarf fyrir börn og ungmenni á aldrinum 7-25 ára. Skátafélagið Garðbúar er hluti af Skátasambandi Reykjavíkur og heyrir undir Bandalag íslenskra skáta.
Skátafélagið Garðbúar | |
---|---|
Stofnun | 1969 |
Höfuðstöðvar | Hólmgarður 34 |
Markaðsvæði | Fossvogur, Leiti, Bústaðahverfi |
Forstöðumaður | Helgi Jónsson |
Vefsíða | https://gardbuar.com/ |
Skátasveitir
breytaÍ skátafélaginu starfa sex skátasveitir fyrir mismunandi aldursbil:
- Drekaskátasveitin Náttfarar fyrir börn á aldrinum 7-9 ára.
- Fálkaskátasveitin Völsungar fyrir börn á aldrinum 10-12 ára.
- Dróttskátasveitin Bótes fyrir unglinga á aldrinum 13-15 ára.
- Rekkaskátar fyrir ungmenni á aldrinum 16-17 ára
- Róverskátar fyrir fullorðna, 19-26 ára.[2]
Saga Skátafélagsins Garðbúa
breytaSkátafélagið Garðbúar varð til við það að Skátafélag Reykjavíkur og Kvenskátafélag Reykjavíkur sameinuðust og í stað þeirra voru stofnuð félög í hverjum borgarhluta. Skátastarf hafði þó farið fram í Fossvogi, en skátasveitin Sturlungar hafði staðið fyrir skátastarfi fyrir drengi í Háaleiti, Bústaðahverfi og Fossvogi frá árinu 1951. Skátasveitin Sturlungar fékk afhent húsnæði við Hólmgarð 34 árið 1958. Sama ár var skátasveitin Uglur stofnuð fyrir stúlkur í hvefinu.[3]
Lækjabotnar
breytaSkátafélagið hefur haft umsjón með skátaskálanum Lækjabotnum síðan 1957 en eignaðist hann 1996.[4] Lækjarbotnar eru í Lækjarbotnalandi í Kópavogi, um 14 km austur af Reykjavík. Skálinn er á tveimur hæðum með ríflega 30 gistiplássum.[5] Rúmgott svefnloft er á skálanum, eldhús og samkomusalur. Við skálann er minningarreitur þar sem fallnir félagar hafa verið heiðraðir með gróðursetningu.[6]
- ↑ „Skátablaðið - 3. tölublað (01.09.2002) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 27. október 2020.
- ↑ „Skátafélagið Garðbúar“. Skátafélagið Garðbúar (enska). Sótt 27. október 2020.
- ↑ „Saga Garðbúa“. Skátafélagið Garðbúar (enska). 26. apríl 2018. Sótt 27. október 2020.
- ↑ „Saga Garðbúa“. Skátafélagið Garðbúar (enska). 26. apríl 2018. Sótt 27. október 2020.
- ↑ „Lækjabotnar“. Skátafélagið Garðbúar (enska). 7. janúar 2016. Sótt 27. október 2020.
- ↑ „Saga Garðbúa“. Skátafélagið Garðbúar (enska). 26. apríl 2018. Sótt 27. október 2020.