Skátafélagið Árbúar

skátafélag í Árbæ, Reykjavík

Skátafélagið Árbúar (stofnað 1977) er skátafélag í Árbæ, Reykjavík. Félagið býður upp á skátastarf fyrir 7-25 ára börn og ungmenni. Félagið er aðili að Bandalagi íslenskra skáta og Skátasambandi Reykjavíkur.

Skátafélagið Árbúar
Stofnun1977
StaðsetningHraunbær 123, Reykjavík
FélagsforingiEva María Sigurbjörnsdóttir
StarfssvæðiÁrtúnsholt, Árbær, Selás, Grafarholt, Norðlingaholt

Saga Skátafélagsins Árbúa hefst árið 1974 þegar skátar gengu í hús til að safna undirsskriftum til stuðnings stofnunar nýs skátafélags í Árbæjarhverfi. Undir þetta rituðu 60 manns. Undirbúningur að stofnun félagsins hófst svo haustið 1976 þegar boðað var til fundar í Framfarafélagshúsinu 23. október. Skátafélagið var í húsnæðishraki fyrstu árin og fundaði ýmist í kofa í skólagarði fyrir neðan Árbæjarsafn, heima hjá skátum eða í andyri kirkjunnar.[1] Félagið fékk svo aðstöðu í félagsmiðstöðinni Árseli árið 1981 og flutti árið 2003 í eigin húsnæði að Hraunbæ 123.[2] Félagið hóf starf haustið 1976 en var svo formlega stofnað á skátadaginn 22. febrúar, 1977.[1]

Skátasveitir

breyta

Í Skátafélaginu Árbúum starfa fjórar skátasveitir:

  • Drekaskátasveitin Rauðhalar | 7-9 ára
  • Fálkaskátasveitin Rauðskinnar | 10-12 ára
  • Dróttskátasveitin Ds. Pegasus | 13-15 ára
  • Rekkaskátasveitin Rs. Dakota | 16-18 ára [3]
  1. 1,0 1,1 „Um félagið“. Skátafélagið Árbúar. 4. september 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. nóvember 2020. Sótt 28. október 2020.
  2. „Skátablaðið - 4. tölublað (01.12.2000) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 28. október 2020.
  3. „Starfið í Skátafélagi Árbúa“. Skátafélagið Árbúar. 4. september 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. október 2020. Sótt 28. október 2020.