Skápur er tegund húsgagna oft gerð úr viði og notuð inni á heimilum til að geyma hluti til dæmis eins og mat og leirvörur eða föt, svo að þau séu vernduð frá ryki og óhreinindum. Skápur getur líka átt við litla geymslu. Stundum er hægt að ganga inn í stærri skápa.

Skápur gerður úr viði og gleri, með leirvörum.

Þurrkskápur er stór skápur oft með vatnshitara og hillum til að geyma þurr föt, rúmföt og handklæði.

Sjálft orðið er 17. aldar tökuorð úr dönsku.

Sjá einnig

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.