Sjúkraliðafélag Íslands

Sjúkraliðafélag Íslands er íslenskt stéttarfélag sjúkraliða.

Fagfélag sjúkraliða var stofnað árið 1966 en Sjúkraliðafélag Íslands var stofnað á árinu 1991. Félagsmenn eru um 2000. Félagsmenn starfa bæði við almenna og sérhæfða umönnun sjúklinga. Sjúkraliðar starfa innan heilbrigðiskerfisins, á sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum, dvalar- og hjúkrunarheimilum og á sambýlum fyrir fatlaða.

Sjúkraliðafélag Íslands semur um kaup og kjör félagsmanna við ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu. Félagið er eitt aðildarfélaga BSRB og er aðili að Evrópusamtökum sjúkraliða.

Formenn félagsins

breyta
  • 1966 – 1969 Þórhallur Bjarnason
  • 1969 – 1970 Sólveig Jóhannsdóttir
  • 1970 – 1973 Sæmundur B. Elínmundarson
  • 1973 – 1974 Heiða Waage
  • 1974 – 1979 Ingibjörg H. Agnars
  • 1979 – 1983 Sigríður Kristinsdóttir
  • 1983 – 1986 Margrét S. Einarsdóttir
  • 1986 – 1988 Hulda S. Ólafsdóttir
  • 1988 – 2018 Kristín Á. Guðmundsdóttir
  • 2018 – Sandra B. Franks

Sjá einnig

breyta
  • Bandalag starfsmanna ríkis og bæja

Tenglar

breyta