Sjöund var hljómsveit sem stofnuð var 1985 í Vestmannaeyjum og starfaði þar mestanpart. Hljómsveitin var stofnuð sem húshljómsveit[heimild vantar] hjá Pálma Lorenz og sá nánast um allann tónlistarflutning á veitingar og dansstaðnum Skansinn og pöbbanum sem hét Gestgjafinn.

Meðlimir voru þá Birkir Huginsson á sax, Eiður Arnarsson á bassa, Hlöðver Guðnason gítar, Ómar Hreinsson trommur, Páll Viðar Kristinson á hljómborð, Pétur Már Jensson söngur og Þorsteinn Magnússon gítar.

Eiður og Þorsteinn fluttu til höfuðborgarsvæðisins og inn komu Högni Hilmisson á bassa og Vignir Ólafsson á gítar.

Hljómsveitin gaf út hljómplötuna Gott í bland árið 1988. Vinsælustu lögin af þeirri plötu voru Pípan og tökulagið Ikki fara frá mær (The Weight).[heimild vantar]

Hljómsveitin var með Eyjakvöld sem voru haldin á Selfossi og Keflavík í nokkur ár. Ýmsir listamenn frá og tengdir Vestmannaeyjum komu fram á þessum Eyjakvöldum og þá var boðið uppá hefðbundinn bjargveiðimannamatseðil og miklum söng og mikla þjóðhátíðarstenmmingu að hætti eyjamanna. Sjöund gaf þá út lagið Heimaslóð.

Hljómsveitin lagðist í dvala um 1993.[heimild vantar]