Sjónskerðing er skortur á sjónskerpu á betra auga einstaklings þannig að hann á erfitt með daglegt líf ef ekki kæmu til læknismeðferð eða hjálpartæki. Nærsýni, fjærsýni eða sjónskekkja sem hægt er að leiðrétta með hefðbundnum gleraugum telst ekki sjónskerðing. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin skilgreinir sjónskerðingu sem minni sjón en 6/18 (33%) á betra auga og blindu sem minni sjón en 3/60 (5%) á betra auga. Stofnunin skilgreinir sex flokka þar sem flokkur 0 er engin eða væg sjónskerðing, flokkur 1 er lítilsháttar sjónskerðing (minna en 6/18 en meira en 6/60), flokkur 2 er mikil sjónskerðing (minni sjón en 6/60 en meiri en 3/60) og flokkar 3, 4 og 5 eru mismikil blinda. Samkvæmt íslenskum lögum er sjónskerðing skilgreind sem minni en 30% sjón á betra auga en blinda sem minna en 5% sjón á betra auga.[1]

Samanbrotinn blindrastafur.

Ástæður sjónskerðingar geta verið af lífeðlis- eða taugafræðilegum toga. Algengustu ástæður sjónskerðingar eru ljósbrotsgalli (43%), drer (33%) og gláka (2%).[2]

Tilvísanir breyta

  1. „Hvað þarf sjón manns að vera slæm til að maður verði löglega blindur?“. Vísindavefurinn.
  2. „Visual impairment and blindness Fact Sheet N°282“. ágúst 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. maí 2015. Sótt 23. maí 2015.
   Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.