Sjónbeining
Sjónbeining er bókmenntafræðilegt hugtak sem nær ekki einungis yfir það sem sögumaður sér, heldur yfir alla stöðu hans í textanum. Ytri sjónbeining heitir það þegar sögumaður er staddur utan atburðarásarinnar og veit þ.a.l. minna en persónurnar. Innri sjónbeining kallast það þegar sögumaður er þátttakandi í atburðarás. Sjónbeiningu má greina í sundur í nokkrar tegundir sjónarmiða sem lýsa því hvernig sögumaður birtist og tekur sér stöðu í frásögninni.