Sjónabók var teiknuð bók með uppdráttum - útrennslum sem einnig voru nefndar svo - til að sauma, vefa og prjóna eftir. Varðveist hafa níu handrit sjónabóka frá 17. öld til seinni hluta 19. aldar, sjö eru í Þjóðminjasafni Íslands, eitt í einkaeign á Íslandi og eitt í Þjóðminjasafni Dana í Kaupmannahöfn en auk þess hafa varðveist fáeinir stakir uppdrættir á blöðum og innan um annað efni í handritum og í einu tilviki á spássíu í handriti heilagra manna sagna frá 14. öld. Meðal sjónabóka sem hafa varðveist er sjónabók Ragnheiðar Jónsdóttur og sjónabók Jóns Einarssonar í Skaftafelli sem uppi var á 18. öld.

Heimildir

breyta
  • Handíðir horfinnar aldar, Elsa E. Guðjónsson tók saman, 1994
  • Íslenzk sjónabók : gömul munstur í nýjum búningi eftir Elsu E. Guðjónsson, 1964
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.