Sjálfsákvörðunarkenning

Sjálfsákvörðunarkenning (skammstafað SDT sem stendur fyrir self-determination theory) er kenning um áhugahvöt og vellíðan. Sjálfsákvörðunarkenningin var upphaflega þróuð af Edward L. Deci og Richard M. Ryan. Rannsóknir á ytri og innri áhugahvöt ruddu braut fyrir þessa kenningu en með þeim jókst skilningur á hve mikilvæg innri áhugahvöt var í að móta hegðun einstaklings. SDT skoðar hvernig hegðun einstaklinga er sjálfsprottin og tengd sjálfstjórn þeirra.

Kenningin fjallar um að einstaklingar þurfi að:

  • Finna fyrir eigin hæfni (e. competence): Hæfni í félagslegum aðstæðum og samskiptum.
  • Mynda félagstengsl (e. relatedness): Að tilheyra samfélagi og öðrum og finna fyrir gagnkvæmri umhyggju
  • Upplifa sjálfræði (e. autonomy): Að finna að tilfinningar og athafnir eru sjálfssprottnar og í samræmi við eigin áhuga, gildi og vilja.

Heimild

breyta