Sitkabastarður
Trjátegund í flokki barrtrjáa
Sitkabastarður eða hvítsitkagreni (fræðiheiti Picea x lutzii) er sígrænt barrtré sem er blendingur á milli sitkagrenis (Picea sitchensis) og hvítgrenis (Picea glauca). Blöndunin á sér stað þar tegundirnar vaxa í námunda hvor við aðra frá norðlægum svæðum í Bresku Kólumbíu til Kenaiskaga í Alaska. Það líkist oft hvítgreni og hefur stuttar og mjúkar nálar og er ekki eins stórgert og sitkagreni. Sitkabastarður er hraðvaxta og frostþolið og þolir lágan sumarhita.
Sitkabastarður | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Hvítsitkagreni
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Picea x lutzii Little |
Það hefur sýnt betri lifun í gróðursetningartilraunum á Íslandi en sitkagreni. Sérstaklega með tilliti til haustkals. ( Brynjar Skúlason. „Sitkabastarður“. Frækornið - Fræðslurit Skógræktarfélag Íslands. (37) (2023): . )