Sinsheim er 35.000 manna borg á Rhein-Neckar-svæðinu í sambandslandinu Baden-Württemberg, um 28 km suðaustur af Heidelberg.

Söguleg hús við Hauptstrasse.
Rhein Neckar Arena.

Safnið Sinsheim Auto & Technik Museum er helsta aðdráttarafl Sinsheim ásamt knattspyrnuleikjum hjá liðinu TSG 1899 Hoffenheim. Leikvangurinn Rhein Neckar-Arena tekur rúmlega 30.000 manns.