Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir (f. 1981) er íslensk tónlistarkona. Hún er söngkona og slagverksleikari í hljómsveitinni Contalgen funeral. Í gegnum árin hefur Sigurlaug sungið inn á ýmsar hljómplötur og árið 2013 gaf hún út plötu með Sigfúsi Arnari Benediktssyni sem nefnist Tímamót-Behind The Mountains- (Fúsi Ben og Vordísin). Sú plata var tekin upp í stúdíói Sigfúsar á Sauðárkróki sem nefnist Stúdíó Benmen. Sigurlaug Vordís er ein af stofnendum tónlistarhátíðarinnar Gærunnar.
Þessi tónlistargrein sem tengist æviágripi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.