Sigríður Sigurjónsdóttir
Sigríður Sigurjónsdóttir (f. 27. september 1960) er prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands og varaformaður Málnefndar um íslenskt táknmál.
Sigríður Sigurjónsdóttir | |
---|---|
Fædd | 27. september 1960 |
Störf | Prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands |
Ferill
breytaSigríður lauk B.A.-prófi í almennum málvísindum og íslensku frá Háskóla Íslands árið 1984, cand.mag.-prófi í íslenskri málfræði í febrúar 1987 frá sama skóla og doktorsprófi í hagnýtum málvísindum frá Kaliforníuháskóla í Los Angeles (UCLA) árið 1992.[1] Árið 1993 gegndi hún starfi nýdoktors við Málvísindastofnun Háskólans í Utrecht í Hollandi en var ráðin til Háskóla Íslands 1. janúar 1994 þar sem hún hefur starfað síðan, fyrst sem lektor, síðan dósent og loks sem prófessor frá 2010.[2]
Rannsóknir Sigríðar hafa einkum beinst að máltöku barna og hún hefur skrifað fjölda greina í íslensk og erlend rit[3] um ýmis atriði í þróun íslensks barnamáls[4][5][6][7][8][9][10], auk þess sem hún hefur rannsakað afturbeygð fornöfn í máltöku færeyskra og hollenskra barna. Einnig hefur hún tekið þátt í mörgum innlendum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum á setningafræðilegum málbreytingum í íslensku nútímamáli. Sigríður og samstarfsmaður hennar, Joan Maling(en) málfræðingur og yfirmaður málfræðideildar National Science Foundation, stóðu fyrir fyrstu kerfisbundnu rannsókninni á nýrri setningagerð í íslensku veturinn 1999-2000, sem vakið hefur mikla athygli málfræðinga.[11] Um er að ræða setningafræðilega nýjung í íslensku sem nefnd hefur verið nýja ópersónulega setningagerðin eða nýja þolmyndin, þ.e. setningar eins og t.d.: Svo var bara valið mig og Það var strítt stelpunni, sem eru algengar í máli yngra fólks í dag. Sigríður og Joan hafa rannsakað setningafræðileg einkenni, útbreiðslu og félagslega dreifingu þessarar setningagerðar og unnið að rannsóknum á henni æ síðan.[12][13][14][15][16][17]
Um þessar mundir rannsakar Sigríður aðallega áhrif ensku á íslensku í gegnum stafræna miðla og snjalltæki en hún stýrir ásamt Eiríki Rögnvaldssyni prófessor emeritus alþjóðlega rannsóknarverkefninu: Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis, sem hlaut þriggja ára öndvegisstyrk Rannsóknasjóðs Íslands árið 2016.[18] Um er að ræða viðamikla rannsókn á áhrifum stafrænna miðla og snjalltækja á málumhverfi, málnotkun, málkunnáttu og viðhorf Íslendinga til íslensku og ensku[19][20][21] sem vakið hefur athygli í íslenskum[22][23][24] og erlendum fjölmiðlum[25][26] Hún situr einnig í stjórn rannsóknarverkefnis sem Helga Hilmisdóttir, rannsóknarlektor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, stýrir 2018-2021 á íslensku unglingamáli.[27]
Sigríður hefur sinnt ýmsum störfum innan og utan háskólasamfélagsins. Sem dæmi má nefna að hún sat í stjórn Íslenskrar málnefndar 1998-2008 (varaformaður nefndarinnar 2002-2006), var formaður Íslenska málfræðifélagsins 1997-2001, forstöðumaður Málvísindastofnunar Háskóla Íslands 2006-2010, formaður fagráðs hug- og félagsvísinda Nýsköpunarsjóðs námsmanna 2015-2017 og formaður námsbrautar í íslensku 1998-2000 og 2014-2016. Hún hefur einnig tekið þátt í námskrárvinnu í íslensku fyrir grunnskóla, unnið að þróun viðmiðaramma fyrir lokapróf í íslensku á framhaldsskólastigi, tók þátt í að móta og semja íslenska málstefnu Íslenska til alls sem samþykkt var á Alþingi 12. mars 2009 og sat í stjórn Samtaka móðurmálskennara 1994-1996 þar sem hún situr aftur nú sem fulltrúi háskólastigsins 2018-2021.[2] Þá er Sigríður í ritstjórnum tímaritanna: Nordic Journal of Linguistics[28] og Journal of Comparative Germanic Linguistics.[29]
Æska og einkalíf
breytaForeldrar Sigríðar eru Sigurjón Hreiðar Gestsson, háloftaathugunarmaður á Veðurstofu Íslands (1930), og Inga Guðrún Gunnlaugsdóttir, sjúkraliði (1930-2015). Sigríður ólst upp í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð vorið 1979. Hún er gift Eiríki Steingrímssyni[30], prófessor í erfðafræði við læknadeild Háskóla Íslands, og eiga þau tvær dætur.
Heimildir
breyta- ↑ Sigurjónsdóttir, Sigríður. 1993. Binding in Icelandic: Evidence from Language Acquisition. UCLA Uorking Papers in Psycholinguistics, 2. Dept. of Linguistics, UCLA. (UCLA Ph.D. thesis from 1992)
- ↑ 2,0 2,1 „Ferilskrá – Sigríður Sigurjónsdóttir“ (PDF). Sótt 5. júní 2019.
- ↑ Sigríður Sigurjónsdóttir. Ritaskrá. Sótt 5. júní 2019.
- ↑ Sigríður Sigurjónsdóttir. 2019. Ljáðu mér eyra: Framtíð íslenskunnar og málumhverfi ungra barna. Skírnir 193 (vor): 47-67.
- ↑ Sigríður Sigurjónsdóttir. 2013. Máltaka barna og meðfæddur málhæfileiki. Í Höskuldur Þráinsson og Matthew Whelpton (ritstj.): Chomsky: Mál, sál og samfélag, bls. 107-127. Háskólaútgáfan, Reykjavík.
- ↑ Sigurjónsdóttir, Sigríður. 2013. The Acquisition of Reflexives and Pronouns by Faroese Children. In Misha Becker et al. (eds.): Generative Linguistics and Acquisition. Studies in honor of Nina M. Hyams, pp. 131-156. [Language Acquisition and Language Disorders 54.] John Benjamins, Amsterdam.
- ↑ Sigríður Sigurjónsdóttir. 2008. „Hvernig viltu dúkku?“ Tilbrigði í máltöku barna. Ritið 8(3):35-51.
- ↑ Sigríður Sigurjónsdóttir. 2005. Máltaka og setningafræði. Í Höskuldur Þráinsson (ritstjóri og aðalhöfundur): Íslensk tunga III, Handbók um setningafræði, bls. 636-655. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
- ↑ Reuland, Eric & Sigríður Sigurjónsdóttir. 1997. Long Distance 'Binding' in Icelandic: Syntax or Discourse? In Hans Bennis et al. (eds.): Atomism and Binding, pp. 323-340. Foris, Dordrecht.
- ↑ Sigurjónsdóttir, Sigríður & Nina Hyams. 1993. Reflexivization and Logophoricity: Evidence from the Acquisition of Icelandic. Language Acquisition 2:359-413.
- ↑ Kristín Sigurðardóttir og Birgir Þór Harðarson. (2019, 8. apríl). „Síðan var borðað kökuna“ sýnir kynslóðabil. RÚV. Sótt 5. júní 2019.
- ↑ Sigurjónsdóttir, Sigríður & Joan Maling. 2019. From Passive to Active: Diachronic Change in Impersonal Constructions. In Peter Herbeck, Bernhard Pöll & Anne C. Wolfsgruber (eds.): Semantic and syntactic aspects of impersonality, Linguistische Berichte Sonderheft 26:99-124.
- ↑ Sigríður Sigurjónsdóttir. 2017. Nýja þolmyndin nú og þá: Samanburður tveggja kannana. Í Höskuldur Thráinsson o.fl. (ritstj.): Tilbrigði í íslenskri setningagerð III, kafli 26, bls. 241-272. Háskólaútgáfan, Reykjavík.
- ↑ Maling, Joan & Sigríður Sigurjónsdóttir. 2015. From passive to active: Stages in the Icelandic New Impersonal. In Theresa Biberauer & George Walkden (eds.): Syntax over Time: Lexical, Morphological, and Information-Structural Interactions, pp. 36-53. [Oxford Studies in Diachronic & Historical Linguistics.] Oxford University Press, Oxford.
- ↑ Maling, Joan & Sigríður Sigurjónsdóttir. 2002. The "New Impersonal" Construction in Icelandic. Journal of Comparative Germanic Linguistics 5(1):97-142.
- ↑ Sigríður Sigurjónsdóttir og Joan Maling. 2001. „Það var hrint mér á leiðinni í skólann“: Þolmynd eða ekki þolmynd? Íslenskt mál 23:123-180.
- ↑ Vísindavefurinn. (2018). Hvað hefur vísindamaðurinn Sigríður Sigurjónsdóttir rannsakað? Sótt 5. júní 2019.
- ↑ Molicodilaco – Modeling the Linguistic Consequences of Digital Language Contact. (e.d.). Íslenska. Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis. Sótt 5. júní 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. (2018, 27. september). Sirí og Alexa og framtíð íslenskunnar. Sótt 5. júní 2019.
- ↑ Þórunn Kristjánsdóttir. (2018, 9. mars). Yngra fólkið kýs að tala ensku frekar en íslensku. mbl.is. Sótt 5. júní 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. (2016). Áhrif stafrænnar tækni á íslensku rannsökuð. Sótt 5. júní 2019.
- ↑ Kristín Sigurðardóttir. (2019, 9. mars). 58% byrja að nota netið fyrir 2ja ára aldur. Sótt 5. júní 2019.
- ↑ Arnhildur Hálfdánardóttir. (2018, 4. október). Geri ekki kröfu um málkunnáttu fyrri kynslóða Geymt 20 september 2021 í Wayback Machine. RÚV. Sótt 5. júní 2019.
- ↑ Kristín Ólafsdóttir. (2018, 2. mars). Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni. visir.is. Sótt 5. júní 2019.
- ↑ Språkråded. (2019). Tospråklige kids – eller dårlige i både engelsk og norsk?[óvirkur tengill] Sótt 5. júní 2019.
- ↑ Zublin, F. (2018, 9. júlí). Iceland fights to protect its native tongue from Siri. OZY.com Geymt 5 júní 2019 í Wayback Machine. Sótt 5. júní 2019.
- ↑ Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (e.d). Íslenskt unglingamál: Rannsókn á samskiptaaðferðum í raungögnum. Sótt 5. júní 2019.
- ↑ Nordic Journal of Linguistics. (e.d.). Editorial board. Sótt 5. júní 2019.
- ↑ The Journal of Comparative Germanic Linguistics. Editorial board Geymt 27 maí 2023 í Wayback Machine. Sótt 14. apríl 2020.
- ↑ Vísindavefurinn. (2018). hefur vísindamaðurinn Eiríkur Steingrímsson rannsakað? Sótt 5. júní 2019.