Siglingaljós
Siglingaljós eru ljós á skipum og flugvélum sem gefa til kynna stefnu, stærð og stöðu farkostsins. Kveðið er á um notkun slíkra ljósa í alþjóðlegum reglum á borð við Alþjóðlegu siglingareglurnar. Algengust eru hliðarljós (kölluð landþernur á skipum); grænt á stjórnborða (hægra megin) og rautt á bakborða (vinstra megin), en auk þeirra kveða reglur á um hvít hringljós eða keiluljós á langskurðarfleti, leifturljós eða ljósaraðir til að einkenna tegund, stöðu og stærð farkostsins. Siglingaljós eiga að vera kveikt frá sólarlagi til sólarupprásar hvort sem er á skipum eða flugvélum.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist siglingaljósum.