Sighvatur Surtsson
Sighvatur Surtsson var íslenskur lögsögumaður á 11. öld og gegndi embættinu 1076-1083. Hann var sonur Surts Þorsteinssonar, sem kominn var í beinan karllegg af Katli fíflska, landnámsmanni í Kirkjubæ á Síðu, og hafa þeir langfeðgar líklega búið þar. Móðir hans var dóttir Brennu-Flosa Þórðarsonar.