Shenandoah-þjóðgarðurinn

(Endurbeint frá Shenandoah National Park)

Shenandoah-þjóðgarðurinn (e.: Shenandoah National Park) er þjóðgarður í bandaríska fylkinu Virginía. Þjóðgarðurinn er við fjöllin Blue Ridge Mountains sem eru hluti af Appalachiafjöllum og fylgir Shenandoah-fljóti og dal. Stærð hans er 322 ferkílómetrar. Hæsti punkturinn er Hawksbill Mountain (1235 m.).

Kort.
Útsýni af Skyline drive.
Shenandoah að vetri.
Whiteoak Canyon.
Ungur svartbjörn.
Dádýr.

Svæðið var verndað árið 1935 og þá voru jarðir keyptar upp í því miði að vernda það. Einhverjir íbúar þráuðust við og dvöldu í áratugi í viðbót. Í fyrstu var svörtum bandaríkjamönnum bannað að fá þjónustu á svæðinu en Virginíuríki vildi fyrst banna þeim alfarið á svæðið. Vegurinn Skyline Drive liggur í gegnum þjóðgarðinn. Í göngu- og tjaldferðum er fólki ráðlagt að forðast birni og snáka.

John Denver söng um svæðið í lagi sínu Country Roads.

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Shenandoah National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. des. 2016.